Vera - 01.07.1988, Síða 22

Vera - 01.07.1988, Síða 22
Frá því var sagt í fjölmiðlum nú í vor að Fæðingarheimili Reykjavíkur yrði lokað í 6 vikur í sumar vegna sumarleyfa. Þetta geristá sama tíma og fæðingum ferfjölgandi og plássleysi gerir vartvið sig á fæðingar- deild Landspítalans. Eru sængurkonur af þessum sökum sendar degi fyrr heim en ella. Við þessu væri kannski ekkert að segja ef mannaflaskorti væri um að kenna eða ef konum væri séð fyrir þjónustu heim til sín fyrstu dagana eftir heimkomu af fæðingardeildinni. Hvorugu er þó til að dreifa heldur er þarna um hreina sparnaðaraðgerð að ræða sem fyrst og fremst kemur niður á konum og þeirri stofnun sem mörgum þeirra er svo umhugað um, þ.e. Fæðingarheimilinu. Þessi aðgerð þarf Jdó ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hefur með þróun Fæðingarheimilisins á undanförnum árum. A sjöunda og áttunda áratugnum var þetta mjög vinsæl fæðingarstofnun þarsem nýjar og manneskjulegar hugmyndir um umhverfi fæðandi kvenna voru hafðar að leiðarljósi. í dag á heimilið undir högg að sækja innan heilbrigðiskerfisins þar sem nýting þess fer stöðugt minnkandi. Konur á höfuð- borgarsvæðinu flykkjast á fæðingardeildina en Fæðingarheimilið er ekki svipur hjá sjón af miðað er við blómaskeið þess. Án efa eru margar og samverkandi ástæður fyrir þeim samdrætti sem orðið hefur á rekstri Fæðingar- heimilisins. Sú sem vegur þó kannski þyngst er oftrú á nauðsyn öryggis- og tæknibúnaðar við fæðingu og um leið vanmat á getu kvenna til að fæða við eðlilegar aðstæður. En hver svo sem ástæðan er, er það dapurleg staðreynd að konur eru á góðri leið með að missa út úr höndunum á sér góða og heimilislega fæðingarstofnun vegna þess að þær vilja ekki nýta hana. Þetta gerist á sama tíma og mönnum verða æ betur Ijós gæði lítilla og notalegra hjúkrunarheimila fyrir hópa sem ekki eru að leita sér lækninga við ákveðnum sjúkdómum s.s. aldraða. Ef konur missa Fæðingarheimilið verður ekki aftur snúið í bráð. Um allt þetta og margt fleira fjallar VERA hér á eftir í skeleggu viðtali við Huldu Jensdóttur forstöðukonu Fæðingarheimilisins. Hvaö verður um Á afmælisdegi Reykjavíkurborgar, þann 18. ágúst 1960, var Fæðingarheimili Reykjavíkur tekið í notkun. Var þar með fengið svar við þeirri brýnu þörf sem þá var í Reykjavík fyrir fleiri legurými fyrirfæðandi konur. Þessi þörf varöðru fremurtil komin af tvennu. Annars vegar höfðu orðið miklir tilflutningar sveitafólks til höfuð- borgarinnar um og eftir seinni heimsstyrjöld og reykvíkingum hafði þ.a.l. fjölgað verulega. Samhlíða þessu jókst viðkoma land- ans svo mjög að segja má að í kjölfar stríðsins hafi siglt barneigna- sþrengja. Hefur tímabilið frá 1946 til 1965 stundum verið kallað barnsfæðingaskeiðið mikla og það ekki að ófyrirsynju. Um þetta eru tölur ólygnastar. Árið 1940fæddust 2500 björn álandinu, 3400 árið 1945, 4100 árið 1950, 4500 árið 1955 og árið 1960 voru fæð- ingar komnar upp í 4900 og hafa hvorki fyrr né síðar fæðst jafn mörg börn hér á landi á einu ári. Allt frá þeim tíma hefur fæðingum svo farið stöðugt fækkandi. Fæðingardeild Reykjavíkur tók til starfa í nýjum húsakynnum við upphaf barnsfæðingaskeiðsins, eða árið 1949, og hafði þá yfir að ráða 40 rúmum. Allt frá upþhafi var þó Ijóst að hún var alltof lítil. Þrengslin urðu strax mikil og var erfitt að koma öllum þeim konum fyrir sem þurftu á fæðingarhjálþ að halda. Var ástandið oft með ólíkindum og konur lágu hvar sem hægt var að hola þeim nið- ur s.s. á baðherbergjum, vaktherbergjum og göngum. Voru konur að vonum óánægðar með þennan aðbúnað og þrýstu bæði á yfir- völd heilbrigðis- og bæjarmála um að fjölga rúmum fyrir fæðandi konur í bænum. Bæjaryfirvöld reyndu sitt og hófu viðræður við heilbrigðisyfir- völd um úrbætur og höfðu þá m.a. í hyggju viðbyggingu við fæð- 22 ingardeildina. Vilmundur Jónsson var þá landlæknir og hans af- staða var afskaplega einföld og skýr: Hann treysti sér ekki til að mæla með því við ríkisstjórnina að hún tæki þátt í því aö fæðingar- deildin yrði stækkuð þar sem þörfin fyrir stækkun stafaði ein- göngu af síauknum fjölda eðlilegra fæðinga. Æskilegast væri að þær færu að jafnaði fram i heimahúsum og ríkið gæti ekki stutt Reykjavíkurbæ frekar en önnur sveitarfélög til þess að koma upp sérstökum fæðingarstofnunum fyrir eðlilegarfæðingar. Svo mörg voru þau orð og á meðan reyndu konur að láta fara eins vel um sig og þær gátu á baðherbergjum Landspítalans. Þegar afstaða landlæknis lá Ijós fyrir var horfið frá því ráði að koma upp fullkominni fæðingardeild, en stefnan sett á vistlegt fæöingarheimili sem sniðið væri að þörfum þeirra kvenna sem vænta máttu eðlilegrar fæðingar. Konur i Reykjavík voru mjög áhugasamar um þessa lausn á málinu og bentu á tvö hús sem voru í eigu borgarinnar og nýta mátti til þessarar starfsemi. Voru þetta húsin á horni Eiríksgötu og Þorfinnsgötu þar sem Fæðingar- heimilið er nú til húsa. Svo skemmtilega vildi til að Helga Níels- dóttir Ijósmóðir hafði einmitt rekið lítið fæðingarheimili í öðru hús- anna á tímabili. Á árunum uþþ úr stríði hafði svo verið rekin þarna vöggustofa, dagheimili og leikskóli þannig að segja má að þessi hús hafi allt frá fyrstu tíð þjónað hagsmunum reykvískra kvenna og barna. Bæjaryfirvöld í Reykjavík komu Fæðingarheimilinu ugp án nokkurs tilstyrks frá ríkinu og áttu vissulega heiður skilinn fyrir það. Tókst þeim, með tilstyrk mjög góðs starfsfólks, að byggja þarna upþ vinsæla og farsæla fæðingarstofnun sem rekin var á

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.