Vera - 01.07.1988, Page 30
miðju hússins, á meðan karlagrafirnar eru þar til hliðar og mun fá-
tæklegar búnar en legstaðir kvennanna. Styttur af körlunum hafa
líka fundist þarna en þær eru talsvert minni en kvenstytturnar. Allt
eru þetta visbending um völd kvenna.7
í grískum og norrænum goðsögnum má einnig greina gyðjuna
í fjarska. Gríska gyðjan Gea eða móðir jörð var fyrsti skaparinn.
Hún varð síðar að láta í minni pokann fyrir syni sínum og loks tók
sonarsonurinn Seifur öll völd. Kona hans Hera var fyrrum afger-
andi og mikils ráðandi í goðaheimi. Eftir valdatöku Seifs birtist
hún okkur sem ósköp litlaus eiginkona, nöldurgjörn og sífrandi.
Venjulega er Pallas Aþena talin hafa stokkið alsköpuð úr höfði
Seifs. Eldri gerðir af sögu hennar eru annars eðlis. Þar á hún móð-
ur eins og allir aðrir og er ekki farin að styðja karlaveldið eins og
hún gerði síðar sbr. söguna um Orestes og móðurmorðið og sagt
verður frá í næstu grein. í þeirri sögu segir einnig frá gyðjunni
Electru sem lætur mikið að sér kveða. Reyndar snerist hún síðar
á sveif með feðrum rétt eins og Aþena.8
Konur í íslenskum fornbókmenntum
Snorri segir okkur að ásynjur og æsir séu jafn mikils metin en
ólíka umfjöllun fá þau í Eddunni. Þar eru ásynjur afgreiddar í ein-
— Á hverjum laugardegi. Upplýsingasimi: 685111 —
um kafla og valkyrjur í öðrum. Gyðjurnar eru taldar þar upp hver
á fætur annarri, sagt hvaða hlutverk þær hafa, hverjum þær eru
giftar og stundum hver séu börn þeirra. Ósköp hefðbundin skrif
um heldur máttlausareiginkonur í karlaheimi. Æsirnirafturá móti
eru stjórnendur og gerendur í þessum heimi og ráða öllu og
ráðskast með gyðjurnar að vild. Valkyrjur virðast líka vera gyðjur
og þær skulu „þjóna í Valhöllu, bera drykkju og gæta borðbúnað-
ar og ölgagna". (bls. 53) Þær fá að vísu að „kjósa feigð á menn
og ráða sigri“ (bls. 53) í orustum karlanna en þær virðast vera
óvirkar og framtakslausar og ekki gera athugasemdir við undar-
legan slagsmálaleik ásanna.9
í mörgum Eddukvæðum er að finna allt aðra mynd af konum.
Þar eru hörkukonur á borð við Guðrúnu Gjúkadóttur sem hefnir
grimmilega fyrir morð bræðra sinna, Gunnars og Högna. Eigin-
maður hennar Atli Húnakonungur ginnti þá til sín lævíslega til að
fá þá til að Ijóstra upp um felustað Rínargullsins. Þegar þeir létu
sig ekki drap hann þá eftir að hafa pyntað þá grimmilega. Hefnd
Guðrúnar fólst í því aö drepa syni Atla en þeir voru jafnframt henn-
areigin synir. Þetta var henni aðsjálfsögðu þung raun en hvað um
það. Engin hefnd var sætari vegna þess að missir sona var mesti
hugsanlegi missir fyrir karla/feður á þessum tíma (Um 300—400
e.Kr.). Þarna má líka sjá að kona tekur eigin fjölskyldu fram yfir
eiginmann, Guðrún hefnir bræðra.10
Því má bæta við hér að víða virðist gyðjan giftast bróður sínum
og sennilega hefur slíkt verið almennt og e.t.v. upprunalegt meðal
manna, sbr. Kleópötru hina egypsku en hún var sem kunnugt er
gift bróður sinum þegar Cesar kom til sögunnar.
Enn má nefna að í norrænni goðafræði er getið um tvo hópa af
goðum eða guðum. Annars vegar voru æsirnir sem voru herskáir
og hins vegar Vanir en þeir voru friðelskandi. Systkinagiftingar
tíðkuðust einnig hjá þeim. Njörður var vanaguð og börn sín Frey
og Freyju átti hann með systur sinni. Æsir hneyksluðust mikið á
þessu og gerðu athugasemdir þegar skipst var á leiðtogum eftir
friðarsáttmála Ása og Vana. Ófriður þeirra í milli hófst eftir að æsir
drápu vanagyðjuna Gullveigu eða Heiði af því að þeim þótti hún
svo leiðinleg. Hvorugur sigraði og loks var saminn friður. Njörður,
Freyr og Freyja fóru yfir til ása en Vanir fengu í staðinn Hæni og
Mími og voru það vond skipti. Þarna segir líka að Freyja hafi verið
sjáandi og „hún kenndi ásum allan þann seið sem Vanir þekktu
og kunnu með að fara“.11
Þetta efni er svo yfirgripsmikið að erfitt er að gera því skil í stuttri
grein. Ég læt því staðar numið hér þó að erfitt sé að hluta í sundur
efni og birta í tvennu lagi þegar talsvert langt líður á milli. Hvað um
það, ég vona að lesendur fyrirgefi mér og bíði eftir næsta blaði en
þá ætla ég að fjalla um þróun og fall gyðjunnar, um tvær mismun-
andi gerðir af goösögum eða mýtum og um hlut goðsagna í að við-
halda og festa í sessi ákveðna hugmyndafræði eða menningu.
Helga Sigurjónsdóttir
Heimildir:
1. Mary Daly, Gyn/Ecology, 19 bls. 75—79
2. Marilyn French, Beyond Power. Þessar hugmyndireru reifaðar í köfl-
unum Homo Sapiens og Vestiges of the past, bls. 17—35. Hjá Adri-
enne Rich koma fram sömu hugmyndir.
3. Edda Snorra Sturlusonar í útgáfu Guðna Jónssonar, 1949, bls. 33.
4. Adrienne Rich, Of Woman born,— kaflinn The Primacy of the
Mother, bls. 84—109.
5. M.D. bls. 77 og 78.
6. M.F. kaflinn Myths, bls. 28—34.
7. A.R. bls. 95—97.
8. M.F. Myths, bls. 28—34.
9. Snorra-Edda, bls. 53.
10. Atlakviða í útgáfu Ólafs Briem.
11. Kevin Crossley-Holland, The Norse Myths 1980, bls. 7—8.
30