Vera - 01.07.1988, Side 34
Bæjarmál
á Selfossi
Þegar við kvennalistakonur á Selfossi
setjumst niður til að skrifa fréttir af bæjar-
málum hér finnst okkur að við verðum að
kynna stuttlega fyrir lesendum Veru að-
draganda þess að við störfum hér í bæjar-
stjórn.
Kvennalisti á Suðurlandi var stofnaður í Tryggvaskála
á Selfossi 10. nóvember 1984. Þá var haldinn allfjölsótt-
ur kynningarfundur, sem snerist upp í stofnfund þegar
það kom í Ijós að flestar konurnar sem fundinn sóttu
voru hrifnar af stefnu og störfum Kvennalistans. Þegar
líða tók að sveitarstjórnarkosningum vorið 1986 var hóp-
urinn hér á Selfossi orðinn vel kunnugur og búinn að
ræða málin talsvert vel og lengi. Líklega vorum við þá
einmitt tilbúnar til að fara í framboð. Það var þó ekki
sjálfgefið, við höfðum yfirleitt ekki komið nálægt pólitík
fyrr og það er auðvitað meira en að segja það að fara að
starfa i bæjarstjórn.
Erindi sem erfiði
En nú vorum við búnar að sjá leið til að hafa áhrif á
þetta samfélag sem við búum í og að vandlega athug-
uðu máli ákváðum við að láta okkur hafa það. Við feng-
um óformleg tilboð frá öðrum flokkum um sameiginlegt
framboð en höfnuðum því, þetta urðum við að gera sjálf-
ar á eigin forsendum.
Við snerum okkur að því að kynna okkur málefni bæj-
Hvað veistu
Selfoss var heiti landnámsjarðar Þóris Ásasonar, eigi
geta heimildir mínar um nafn konu hans, þetta telst alia
vega ekki vera hennar landnám. Tví- eða þríbýli hefur
verið á Selfossbænum gegn um aldirnar. Þegar ekið er
inn í bæinn af brúnni er býlið Selfoss til hægri vestan
kirkjunnar. En það var einmitt með tilkomu brúarinnar
sem grunnur var lagður að þéttbýli á þessum stað. Árið
1891 var lokið við brúarsmíði yfir Ölfusá, sem þá var
mesta mannvirki á landinu. Hér urðu þáttaskil í verslun-
ar- og samgöngumálum héraðsins. Eyrarbakki sem áð-
ur hafði verið miðstöð verslunar og samgangna (sigl-
inga) á Suðurlandi missti smám saman hlutverk sitt.
Sunnlendingar tóku að sækja til Reykjavíkur um Ölfus-
árbrú. Að vísu var byggðaþróun mjög hæg fyrstu ára-
tugina, hið fyrsta var greiðasala í Tryggvaskála því hér
varð strax áningarstaður ferðamanna. Lengi var talað
um staðinn sem Skálann eða við Ölfusárbrú eða bara
Brú. Húsið Tryggvaskáli sem enn stendur við brúna er
að stofi til sá sami skáli, sem í upphafi var reistur sem
vinnuskúr fyrir brúarvinnumenn. Áriö 1920 var byggð
efri hæðin og innréttuð gistiherbergi og fundarsalur.
Verslunarrekstur hófst hér árið 1907 í Sigtúnum. Þró-
unin hélt hægt áfram, örfá hús kúrðu hér á árbakkanum
og það var fyrst um og eftir 1930 sem hin raunverulega
uppbygging hófst. Árið 1929 tók Mjólkurbú Flóamanna
til starfa og 1930 var Kaupfélag Árnesinga stofnað og
sama ár var reist hús Pósts og síma, en þangað til haföi
símstöð verið í Tryggvaskála. Hér meö var Selfoss orð-
inn miðstöð þjónustu fyrir héraðið. Uppbygging atvinnu
og byggðar hófst fyrir alvöru, sú byggð var staðsett í
þremur hreppsfélögum, Sandvíkurhr., Hraungerðishr.
ogÖlfushr. Selfosshreppurvarstofnaðurformlega 1946
og fyrstu hreppskosningar haldnar 26. janúar 1947. Það
ár voru íbúar 714 en áriö 1986 3.714. Kaupstaðarréttindi
hefur Selfoss haft síðan árið 1978.
Selfoss varð til sem þjónustumiðstöð fyrir Suðurland
og því hlutverki hefur hann haldið vegna legu sinnar um
þjóðbraut þvera í orðsins fyllstu merkingu því þjóðvegur
nr. 1, Suðurlandsvegur, liggur í gegn um bæinn. í upp-
hafi var atvinna Selfossbúa að mestu tengd þjónustu
ýmiss konar við landbúnaðinn í sveitunum í kring. Nokk-
uð hefur þrengt að þessum greinum á s.l. árum um leið
og þrengt hefur að landbúnaði í sveitunum. Þá hefur
einnig haft mikil áhrif sú staðreynd að mest öll vinnsla
landbúnaðarafurðanna úr héraðinu fer nú fram í Reykja-
vík, og vitanlega fluttust atvinnutækifærin með. Hins
vegar hefur hlutverk Selfoss í menningar- og menntun-
armálum svæðisins vaxið og getum við bæjarbúar fagn-
að því. Með tilkomu Fjölbrautaskóla Suðurlands má
telja Selfoss skólabæ meö nokkrum rökum. Að vísu
34