Vera - 01.07.1988, Síða 35

Vera - 01.07.1988, Síða 35
s-WiW- *h * 'y. *, Hk ,r & «*■ ‘ ■ ,-. ">v* ■ «N^; rtg; á- ' - 88 S 13 Fyrsti áfangi nýja dagheimilisins. arins; starfsemi bæjarstjórnarinnar og hinna ýmsu nefnda, stefnuskrá var samin og vísir að ræðunám- skeiði var líka nauðsynlegur undirbúningur. Þegar nær dró kosningunum tókum við lítið hús á leigu, þar var vinnuaðstaða og kosningaskrifstofa. Eitt blað gáfum við út, aðalefnið í því var kynning á framboðslistanum og stefnuskráin. Þettatvenntvar það sem mestu máliskipti að fólk fengi upplýsingar um, hvaða konur þetta voru og hvað þær vildu gera. Það yrði of langt mál að segja hér nánar frá kosninga- baráttunni, en þetta var bæði lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Og við höfðum erindi sem erfiði og fengum 10,9% atkvæða og einn bæjarfulltrúa, sem er Sigríður Jensdóttir. Það tíðkast hér eins og víða annarsstaðar að bæjar- stjórnin skiptist í tvo hópa, meirihluta og minnihluta. (Með öðrum orðum má kannski kalla þetta þá sem ráða og hina sem eru útundan). Við höfum vissar efasemdir um þetta fyrirkomulag en eftir kosningar kom að því að við þurftum að finna okkar stað í kerfinu. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það rétta fyrir okkur hlyti að vera að komast í meirihluta, þar hefðum við meiri möguleika á að hafa áhrif og til þess var leikurinn gerður. Nú hófust fundarhöld með fulltrújm flokkanna og nið- urstaða varð sú að Kvennalistinn fór í meirihlutasam- starf með Sjálfstæðisflokki, Alþýöuflokki og Alþýðu- bandalagi. Gerður var samningur um stefnu meirihlut- ans, málefnasamningur, sem við birtum hér með. um Selfoss vantar enn heimavist fyrir nemendur Fjölbrautaskólans úrfjærstu byggðum og enn erekki lokiö byggingu skóla- hússins. Hingað sækja einnig nemendur nágranna- sveita efstu bekki grunnskólans þ.e. 7. til 9. bekk í Gagn- fræðaskóla Selfoss. Þá hefur Tónlistarskóli Árnessýslu hér aðsetur sitt en kennsla fer fram um alla sýsluna. Héraðssafn Árnessýslu er hér, einnig Byggða- og lista- safn. Sjúkrahús Suðurlands og öldrunardeildin Ljós- heimar, sem þjóna Suðurlandi öllu þ.e. Vestur-Skafta- fellssýslu, Rangárvallasýslu og Árnessýslu standa hér. Sýslumannsembætti og lögregla Árnessýslu er staðsett á Selfossi. Vegna alls þessa eiga héraðsbúar gjarnan erindi til Selfoss og á leið sinni til Reykjavíkur renna Sunnlendingar enn óhjákvæmilega gegn um Selfoss- bæ eins og fyrr er sagt. Þetta er saga Selfoss í mjög stuttu máli, enda ekki hár aldur bæjarins, auk þess hefur aðeins verið stiklað á nokkrum helstu atriðum í þróuninni og getið örfárra mála sem afgerandi teljast. Hér má auðvitað finna per- sónusögu eins og í allri sögu en öllu slíku er sleppt hér, þó vissulega mætti nefna nöfn karla og kvenna sem sett hafa svip sinn á fámenna byggð. Selfossbær er einn af fyrstu þéttbýlisstöðunum sem tók að myndast inn í landi án tengsla við sjó eða sjávarútveg. Hlutverk hans var frá upphafi þjónusta við hérað sitt og er svo enn. Bygging- ariðnaður hefur alla tíð verið hér fjölmenn atvinnugrein, sem hefur sótt viðgang sinn til hraðrar uppbyggingar bæjarins og raunar annars nágrennis. En því miður hef- ur þrengt um atvinnu hér á seinni árum og er það sam- eiginlegur vandi okkar með öðrum nágrönnum okkar á Suðurlandi. Sú staðreynd verður ekki dulin að margir bæjarbúar sækja atvinnu annað, þá ekki síst til Reykja- víkursvæðisins. Vitað er að jafnvel konur í láglaunastörf- um ferðast milli Reykjavíkur og Selfoss til og frá vinnu. En þetta er góður bær sem fólk vill ógjarnan yfirgefa. Aðstaða barna og unglinga er að mörgu leyti góð þó vissulega þurfi enn að mörgu að hyggja. Öldrunarþjón- usta hér hefur verið með því besta á landinu og unnið að uppbyggingu hennar. Landnemar bæjarins taka nú að eldast og hingað flyst alltaf nokkuð af fólki úr sveitun- um þegar það vill hægja á lífsbaráttunni. Það er því mörg verk að vinna í bænum og að mörgu að hyggja til framfara fyrir bæjarbúa eldri sem yngri, hér sem annars staðar. Nánar er um þessi mál fjallað i pistlinum okkar, þar sem við segjum frá helstu áhugamálum kvennalistans og hvað hefur þegar áunnist. Auðvitað eru öll framfara- mál bæjarins okkar áhugamál, og er það von okkar og trú að vöxtur hans og þroski megi dafna. 35

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.