Vera - 01.07.1988, Side 42

Vera - 01.07.1988, Side 42
Miðstöd kvennafræða i York Ljósmynd: BB Kvennafræði í York Á síðustu árum hefur sýnt sig að nýjungar og framþróun í hinum ýmsu fræðigreinum hef- ur komið úr kvennafræðum. Reyndar er kvennafræði ekki ný fræöigrein heldur ný sýn og nýjar skilgreiningar sem hafa komið inn í fræðigreinar með konum. Áöur var allt skilgreint út frá sjónarhóli karla enda þeir í miklum meirihluta í flestum háskólum. Núna er þetta að- eins að breytast og kvenna- fræði skor, deildir eða mið- stöðvar hafa skotið upp kollin- um innan margra háskóla er- lendis. Nýlega var sett á fót kvenna- fræðimiðstöð við háskólann í York. Þetta er þverfagleg mið- stöð, þar sem kennsla og rann- sóknir fara fram. Við miðstöð- ina er ein föst staða, sem fé- lagsfræðingurinn Mary Mynard hefur gengt. Hinir kennararnir koma úr öðrum greinum sem kenndar eru inn- an Háskólans svo sem enskum bókmenntum, sögu, málvís- indum, stjórnmálafræði o.fl. Næsta haust bætist svo við önnur staða við miðstöðina, sem bókmenntafræðingurinn Treva Broughton kemur til með að gegna. Miðstöðin býður upp á nám til MA prófs og doktors- prófs (Phd). í MA námi eru nú um 40 konur og 1A þeirra eru erlendir nemendur m.a. frá Bandaríkjunum, Suður-Afríku, Japan og Sýrlandi, einnig eru nokkrir nemendur í doktors- námi. í MA náminu er m.a. tekin fyrir heimspeki og „femin- isrni", er eitthvað til sem heitir kvennabókmenntir?, „fernin- iskar“ kenningar og hugsunar- háttur, konur og þjóöfélags- breytingar, ævisögur kvenna, „feminismi" á Viktoríutiman- um, konur og peningar, konur og giftingar og kvennasaga svo nokkuð sé nefnt. Frekari upplýsingar er að fá hjá: Admissions Secretary, M.A. in Women’s Studies, Institute for Research in the Social Sciences, University of York, Heslington, YORK, Y01 5DD. Hver veit nema að einhvern timan verði hægt að taka próf í kvennafræðum við Háskóla ís- lahds. Kvennarannsóknarhóp- ur sem starfar innan Háskól- ans hefur undanfarin ár verið að vinna að því að koma á fót þverfaglegri aukagrein í kvennafræðum. Síðast liðið haust lagði hann til við deildar- fund Félagsvísindadeildar að boðið yrði upp á formlegt nám í kvennafræðum til 30 eininga. Tillagan gerir ráð fyrir að kvennafræðin falli undir Fé- lagsvísindadeild en að hluti námsframboðs yrði úr öðrum deildum. Markmiðið var að setja kvennafræðinámskeið, sem kennd hafa verið í hinum ýmsu greinum, undir einn hatt til að gera nemendum kleift að taka kvennafræði sem auka- grein. Tillagan var felld og stendur til að taka málið upp aftur í haust. bb Markmiðið með útgáfu tíma- rits eins og VERU er að opna röddum og sjónarmiðum kvenna leið. Veru berast bréf úr ýmsum áttum bæði innlend sem erlend. Nú hefur henni borist bréf frá bandarískum blaðamanni Major Carlos Wil- son aö nafni. Wilson hefur skrifað greinar um flótta- mannabúðir Sahrawi fólksins í Vestur-Sahara eyðimörkinni og m.a. talaði hann við konu að nafni Guejmoula Ebbi, aðalrit- ara Sambands Sahrawi kvenna. Hún sagöi honum að árið 1975 hafi Spánn yfirgefið nýlendur sýnar í Spönsku Sa- hara, sem núna kallast Vestur- Sahara. Spánn hafði lofað Sahrawi fólkinu sjálfstæði en sveik það loforð og lét landið eftir Marokkó og Mauritaníu, sem girntust það vegna þess hve ríkt það er af úraníum og fosfati. Þegar Spánverjar voru farnir réðust Marokkó búar á landið og þúsundir flúðu frá heimalandi sínu undan stríðs- vélunum. Fólkið var fótgang- andi og á meðan á flóttanum stóð var sífellt verið að ráðast á þaö. Ekki var bara venjulegum sprengjum hent, heldur líka einhverju sem Wilson nefnir napalm-sprengjur. Orðabókin mín segir mér að þetta „napalm" sé hlaupkennt efni sem er blandað saman úr ben- síni og sýrum og notað i eld- sprengjur. Heilu fjölskyldurnar létu lífið við aðfarir þessar. Al- gengt var að herflugvélarnar flygju lágt i hring yfir flótta- mannabúðunum, önnur rétt- sælis og hin rangsælis. Þegar konurnar höfðu flúið allar með börnin sín inn í tjöldin, hentu þeir þessum eldsprengjum á tjaldbúðirnar, í miðjuna og við báða enda til að tryggja að sem flestir yröu drepnir. Þúsundir létu lífið. Aðferð þessi gafst svo vel að þegar ákveðin evrópsk þjóð ætlaði að auglýsa herþot- urnar sem hún framleiddi og hafði selt til Marokkó, var myndbandstækjum komið fyrir á vélunum og teknar myndir af því þegar verið var að varpa eldsprengjum á Sahrawi flótta- mannabúðirnar. Myndbönd þessi voru síðan notuð til að auglýsa herþoturnar með góð- um árangri. Sahrawi fólkið hélt áfram flóttanum þangað til það fékk að vera í friði. Þau sem lifðu af hörmungarnar búa nú í flótta- mannabúðum nálægt Tindouf í Alsír. Þar er svo þurrt og hrjóstrugt segir Wilson að jafn- vel eyðimerkur sporðdrekinn forðast svæðið. Aðstæðurnar eru vægast sagt hörmulegar, vatnið sem Sahrawi fólkið fann er eins og bensín á bragðið og fyrsta árið á þessum stað dó þriðjungur barnanna. Síðan eru liðin 13 ár og Sahrawi fólkið er ennþájafn snautt og það var þegar það kom. Það á ekkert nema sand, óhugnalega veðr- áttu og löngunina til að komast heim. Flestir karlanna voru drepnir. Flóttamannabúöirnar eru reknar af konum, mæðrum og systrum sem eru að reyna að lifa af á svæði sem enginn veit af og fæstir vilja vita um, segir Wilson. Hann lofaði Ms. Ebbi að gera allt sem í hans valdi stæði til að láta heiminn vita af þeim og Ms. Ebbi bað sérstaklega um að aðrar konur um heim allan yrðu látnar vita. Hann biður Veru að hjálpa sér við að standa við loforð sitt sem hún gerir hér með. Einnig biður hann VERU að birta heimilis- fang Ms. Ebbi svo konur sem áhuga hafa á geti haft sam- band við hana svo þessi óhugnanlega þögn sem þetta fólk býr við, verði rofin. Ms. Guejmoula Ebbi, General Secretary of the National Union of Sahrawi Women, B.P. 10 El-Mouradia, Algiers, Algeria. bb. 42

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.