Vera - 01.10.1989, Síða 11
ER SEKTARKENNDIN
Guöfinna Eydai er
sálfrœöingur og sér-
frœöingur í klínískri
sálarfrœöi. Frá
árinu 1983 hefur
hún rekiö Sál-
frœöistööina ásamt
Álfheiði Steinþórs-
dóttur en þar vinna
þœr mesf með ein-
staklingsmál og
hjóna- og skiln-
aöarmál, auk þess
sem þœr sinna
margháttaöri
frœðslustarfsemi og
námskeiöahaldi.
VERA talaöi viö
Guöfinnu til aö fá
sýn sáifrœöingsins
á sektarkennd
kvenna.
I samrœöum kvenna um lífiö og
tilveruna kemur mjög oft f ram aö
þœr eru haldnar sektarkennd
eöa samviskubiti vegna barna
sinna. Þœr upplifa togstreitu milli
vinnu og heimilis og finnst þœr á
hvorugum staönum standa sig
nógu vel. Þegar fariö er aö
kryfja þessi hugtök nánar geng-
ur konum engu aö síöur oft illa
aö skilgreina þau. Hvaö er létt-
vœgt og hvaö er djúpstœtt?
Hvaö er eölilegt og hvaö á ekki
rétt á sér? Hvernig skilgreinir þú
þessi hugtök?
Samviskubit og sektarkennd eru í
raun tvær hliðar á sama máli, en það
eru oftast smámunir sem valda okkur
samviskubiti, t.d. þegar við gleymum
að gera eitthvað sem við höfum tekið
að okkur, á meðan sektarkenndin
ásækir okkur af mun rneiri hörku.
Samviskubit og sektarkennd eru ekki
vísindaleg hugtök og þess vegna getur
verið erfitt að ræða um þau og skil-
greina þau til hlítar. Hér er alltaf um
að ræða ákveðið hugarástand sem
verður til vegna þess að við lifum
ekki samkvæmt ákveðnum reglum
eða boðuni sem okkur er ætlað að
lifa eftir. Sérhvert samfélag, menning
og hver fjölskylda hefur einhverjar
sameiginlegar reglur sem á að fara
eftir, boð og bönn skrifuð eða óskrif-
uð. Þegar talað er um sektarkennd og
hvernig hún ásækir fólk, þá má lýsa
henni á þann veg að hún sé eins og
kviksandur sem dregur okkur lengra
og lengra niður. Það er mjög erfitt að
losna við hana ef hún hefur náð tök-
um á okkur.
Viö hvaöa aöstœöur er sekfar-
kenndin likleg til aö hrella okkur?
Sektarkennd verður ævinlega til
vegna innri sálrænna átaka — innri
togstreitu. Maður finnur að maður vill
eitt en gerir eitthvað annað. Þá getur
sektarkenndin blómstrað. Það er hins
vegar nauðsynlegt að greina milli
raunverulegrar sektarkenndar og
óraunverulegrar eða „neurotískrar"
sektarkenndar. Við getum tekið
dæmi: Við vitum oft að sambandið
við börnin okkar er ekki eins og við
vildum hafa það, það er ekki eins og
við álítum að samband móður og
barns eigi að vera. í þessu tilfelli þarf
fyrst að gera sér grein fyrir því hvað
það er sem ekki er nógu gott, hvaða
lífsgildi það eru sem börnin fá ekki
uppfyllt o.s.frv. Ef þetta liggur ljóst
fyrir höfum við allar forsendur til að
finna fyrir raunverulegri sektarkennd
t.d. ef við komumst að því að barnið
vantar stöðugleika, djúp og varanleg
tengsl við þá fullorðnu og getur ekki
treyst sínum nánustu tengslum nógu
vel. Raunveruleg sektarkennd örvar
jákvæða þróun og hefur gjarnan í för
með sér ákveðnar ráðstafanir og
framkvæmdir. Ef unnið er úr sektar-
kennd getur jákvæð þróun átt sér
stað, ef ekki virkar hún lamandi. Oft
festumst við hins vegar í tilfinninga-
legri óreiðu. Við höfum ekki skýrt
fyrir okkur hvað er rangt og hvað er
að. Við festumst í togstreitu sem er
ómeðvituð — hálf „neurotísk" — og
reynurn oft að kaupa okkur frið fyrir
sektarkenndinni með því t.d. að
setja börnunum okkar ekki mörk og
kunnum ekki að aga þau til og örva
á réttan hátt. Börn borga oftar en
ekki óraunhæfa sektarkennd foreldra
fullu verði.
Hvorl heldur þú aö sé algengara
hjá konum, raunhœf eöa óraun-
hœf sektarkennd?
Það má kannski segja að margir for-
eldrar og þá ekki síst konur — gjarn-
an velmenntaðar — séu meistarar í
11