Ritmennt - 01.01.1996, Síða 11
RITMENNT 1 (1996) 7-9
Ritmennt
Nýtt rit á gömlum grunni
Arið 1945 hóf Finnur Sigmundsson landsbókavörður útgáfu
rits undir heitinu Landsbókasafn íslands, Árbók. Á árinu
1994 var því hálf öld liðin frá því að Árbókin hóf göngu sína.
Skrá um bókaútgáfu hvers árs fyrir sig, íslensk rit, var frá upp-
hafi veigamikill hluti Árbólcar, ásarnt árlegri skýrslu uni starf-
semi safnsins. Að öðru leyti fólst efni hennar í bókfræðilegum
skrám og fræðigreinum sem oftar en clcki tengdust efniskosti
safnsins með einum eða öðrum hætti.
Frá og með árinu 1974, þegar ritið hafði komið út í þrjátíu ár,
var hin árlega skrá urn íslenska bókaútgáfu skilin frá og birtist
frá þeim tíma sem sérstakt rit, Islensk bókaskrá. Við þessi tíma-
mót var broti Árbókar breytt og framhald útgáfunnar merkt sem
Nýr flokkur. Eftir sem áður birtist í ritinu skýrsla um starfsemi
safnsins en meginuppistaðan var sem fyrr safn greina og bók-
fræðilegar skrár af ýmsum toga. í þessum búningi kom Árbókin
út í tuttugu ár, hin síðasta á árinu 1994, en sá árgangur tók efn-
islega til ársins 1993. Einungis tveir menn hafa annast ritstjórn
Árbókar þau fimmtíu ár sem hún hefur komið út, þeir Finnur
Sigmundsson, til 1963, og síðan Finnbogi Guðmundsson, eða
jafnlengi og þeir gegndu embætti landsbókavarðar hvor urn sig.
Við lok embættisferils síns árið 1964 birti Finnur í Árbókinni
skrá um efni hennar frá upphafi (Árbók 1962-63, 19.-20. ár, bls.
11-12), og í lokahefti Árbókar árið 1994 er sú skrá innlimuð í
heildarskrá yfir efni ritsins allan útgáfutímann, eða hálfa öld (Ár-
bólc 1993, Nýr flokkur, 19. ár, bls. 141-47).
I inngangi að fyrrgreindri efnisskrá fyrstu tuttugu ára Árbók-
arinnar kemst Finnur Sigmundsson svo að orði: „Þegar eg stofn-
aði til útgáfu Árbókarinnar fyrir tuttugu árum, var að sjálfsögðu
ætlun mín, að hún lcæmi út á hverju ári. Einnig gerði eg mér von
um, að hún gæti orðið fjölbreyttari að efni en raun hefir á orðið,
þó að aðalhlutverk hennar væri að birta ýtarlega skrá um íslenzk
LANDSBÓKASAFN
ÍSLANDS
ÁRBÓK 1952
7