Ritmennt - 01.01.1996, Síða 12
EINAR SIGURÐSSON
RITMENNT
LANDSBÓKASAFN
ÍSLANDS
AHBÓK 1957-1958
U. : 5 AB
LANDSBÓKASAFN
ÍSLANDS
Árbok 1964
21. ár
rit ársins og stutta greinargerð um starfsemi safnsins. Reyndin
varð sú, að naum fjárframlög til útgáfunnar, einkum á síðari
árum, gerðu mér ókleift að fylgja þeirri stefnu og áætlun, sem
sett var í upphafi." Þannig komu í einu lagi árin 1946-47 (3.-4.
ár), 1948-49 (5.-6. ár), 1950-51 (7.-8. ár), 1953-54 (10.-11. ár),
1955-56 (12.-13. ár), 1957-58 (14.-15. ár), 1959-61 (16.-18. ár),
1962-63 (19.-20. ár). Síðan hefur Árbókin komið út árlega.
Við hin gagngeru umskipti sem urðu á högum Landsbókasafns
við sameiningu þess og Háskólabókasafns 1. desember 1994 var
útgáfa Árbólcar tekin til endurskoðunar og í rauninni er hafin út-
gáfa nýs rits, enda þótt það standi föstum fótum í fortíðinni og
sé reist á þeim grunni sem lagður var fyrir fimmtíu árum.
Um form og efni hins nýja rits sem nú birtist í fyrsta sinn skal
þetta tekið fram:
• Ritmennt er aðalheiti en undirtitill Ársrit Landsbókasafns ís-
lands - Háskólabókasafns.
• Skýrsluhlutinn er felldur brott og verður ársskýrsla safnsins
birt sem sérstakt rit.
• Brotinu hefur verið breytt að því leyti að síður eru nú breiðari
en áður. Með því gefst kostur á meiri fjölbreytni í umbroti.
Hönnun ritsins og svipmót er einnig að ýmsu leyti annað og
áskrifendur fá það nú innbundið. Þá er og urn að ræða fjögurra
lita prentun sem gefur kost á btmyndum hvar sem er í ritinu.
• Ritið mun eins og fyrirrennari þess birta fræðilegar ritgerðir,
margvíslegar slcrár, texta úr fórum safnsins ásamt skýringum,
svo og stuttar frásagnir, meðal annars af merkum aðföngum,
sýningarhaldi og öðru því sem frásagnarvert þykir í starfi
safnsins og síður á heima í ársskýrslu þess.
Efni þessa fyrsta árgangs Ritmenntar er að nokkru helgað að-
draganda formlegrar sameiningar safnanna tveggja og opnun
hins nýja safns. Birt eru meðal annars ávörp sem flutt voru á há-
tíðarsamkomunni 1. desember 1994. Gerð er rækilega grein fyr-
ir lagasetningunni um stofnunina og birtar hlið við hlið laga-
greinarnar sjálfar annars vegar og hins vegar athugasemdirnar
sem fylgdu þeim í frumvarpinu. Grein er um stofnanda Lands-
bókasafns, Carl Christian Rafn, eftir Aðalgeir Kristjánsson, en á
árinu 1995 voru liðin 200 ár frá fæðingu hans. Þá er þess minnst
8