Ritmennt - 01.01.1996, Síða 17
RITMENNT
I ALLRAR ÞJOÐAR HAG
stofustjóra, Jóhannesar Nordals seðlabankastjóra og Egils Skúla
Ingibergssonar verltfræðings, ennfremur Einars Sigurðssonar há-
skólabókavarðar, er sat fundi nefndarinnar hin síðari ár. Björn
Sigfússon fól Einari þegar í upphafi að vera aðaltengiliður Há-
skólans í viðbúnaðinum vegna byggingarinnar. En Einar gerðist,
þegar fram í sótti, mikill grjótpáll fyrir þessu verki, enda sein-
ustu árin leystur frá bólcavarðarerli sínum til þess að geta ein-
beitt sér að þessu verltefni.
Þalckir eru færðar hönnuðum byggingarinnar og þar fremstum
í flokki arkitektunum Manfreð Vilhjálmssyni og Þorvaldi S. Þor-
valdssyni, sem að vísu hvarf frá verkefninu fyrir 10 árum er hann
varð forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur. Harry
Faulkner-Brown arkitekt frá Newcastle var snemma ráðinn
ráðunautur byggingarnefndar og hefur lagt drjúgt til mála, enda
þrautreyndur á sviði bókasafnsbygginga, eins og margar slíkar
byggingar sýna, er hann hefur teiknað.
Til liðs við arkitelctana voru ráðnir byggingarverkfræðingarn-
ir Bragi Þorsteinsson og Eyvindur Valdimarsson, Sigurður Hall-
dórsson rafmagnsverkfræðingur, Kristján Flygenring vélaverk-
fræðingur og Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. Þá var Karl
Guðmundsson verkfræðingur ráðinn til að vinna með hönnuð-
um og vera þar tengiliður og driffjöður.
Síðar leystu verlcfræðingar fyrirtækisins Rafhönnunar Sigurð
Halldórsson af, og Bragi Sigurþórsson verkfræðingur tók við
starfi Karls Guðmundssonar.
Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins undir forystu
Slcúla Guðmundssonar verlcfræðings sá um byggingarfram-
kvæmdina, annaðist útboð, eftirlit og fjárreiður, en síðar tók svo
við forystunni Steindór Guðmundsson verlcfræðingur sem for-
stjóri Framkvæmdasýslunnar svonefndu, er leysti Framlcvæmda-
deildina af hólmi. Agæt samvinna hefur síðustu árin verið höfð
við Ríkiskaup undir stjórn Júlíusar Sæbergs Ólafssonar.
Byggingarnefnd hefur og alla tíð átt milcið undir góðri sam-
vinnu við einstalca menntamálaráðherra, við safna- og listadeild,
fjármálaslcrifstofu og hyggingardeild menntamálaráðuneytisins
og samstarfsnefnd um opinherar framlcvæmdir og þar með hag-
sýsludeild fjármálaráðuneytisins, án þess að ég fari að nefna þá
mörgu menn, sem þar hafa á langri tíð lcomið við sögu.
Verlctakar, er unnið hafa að hinum mörgu áföngum fram-
13