Ritmennt - 01.01.1996, Síða 18
RITMENNT
FINNIIOGI GUÐMUNDSSON
kvæmdanna, eru og orðnir svo margir, að ekki er unnt að telja þá
hér fram, heldur skal þeim og starfsmönnum þeirra nú í lokin
þölckuð samvinnan og vel unnin störf.
Aðaltengiliður við þá seinni árin hefur verið Bragi Sigurþórs-
son verkfræðingur, sem hefur verið vakinn og sofinn á vinnu-
staðnum og átt drjúgan þátt í því farsæla samstarfi öllu saman.
Á sama hátt vil ég sérstaklega nefna Egil Slcúla Ingibergsson
verkfræðing, er skipaður var í byggingarnefndina sumarið 1990
og þá jafnframt framkvæmdastjóri hennar og formaður nefndar,
er ynni að sameiningu safnanna og tillögum að rekstrarfyrir-
komulagi hins nýja safns.
Byggingarnefndinni var mikill fengur í Agli Skúla og framlag
hans, víðtæk þekking, reynsla og lagni, reyndist ómetanlegt í
lokahríðinni, en samstarfsnefndin undir forystu hans og Einars
Sigurðssonar, er ráðinn var ritari hennar, vann geysimikið verlc
þessi seinustu misseri, samdi m.a. drög að lögunum um Lands-
bókasafn íslands - Háskólabólcasafn, er samþykkt voru á Alþingi
í apríl sl. En Knútur Hallsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í mennta-
málaráðuneytinu, og Páll Hreinsson lögfræðingur höfðu samið
lagafrumvarpið með stuðningi af drögum samstarfsnefndarinnar.
I samstarfsnefndinni áttu sæti frá Landsbókasafni við Ög-
mundur Helgason deildarstjóri, frá Háskólabókasafni Þórir
Ragnarsson aðstoðarháskólabókavörður og Þorsteinn I. Sigfús-
son prófessor, og frá menntamálaráðuneytinu Stefán Stefánsson
deildarstjóri, en formaður hennar var sem fyrr segir Egill Skúli
Ingibergsson og ritari Einar Sigurðsson.
Síðast en ekki sízt vil ég í nafni byggingarnefndar þakka
starfsmönnum beggja safnanna þátt þeirra, mikla vinnu, er þeir
hafa lagt fram í fjölmörgum starfshópum við mótun starfshátta
og þar með tillögum að tilhögun í hinu nýja safni. Þá hafa flutn-
ingarnir hvílt þungt á starfsliði safnanna, enda þeir ekki verið
neitt smávegis átak að ógleymdri allri vinnunni við sjálfan bóka-
lcostinn, merlcingu hans og tengingu við tölvukerfið, og loks
skipulega uppröðun hans í nýbyggingunni.
í nafni gamla Landsbókasafnsins þakka ég samvinnu við
starfslið Háskólabókasafnsins undir forystu Einars Sigurðssonar
og Þóris Ragnarssonar, er leysti Einar síðustu misserin af hólrni
sem forstöðumaður safnsins og átt hefur drjúgan þátt í ýmsum
meginverkefnum, elcki sízt tölvuvæðingu safnanna.
14