Ritmennt - 01.01.1996, Side 21
RITMENNT
UPPHAF NYRRAR FERÐAR
ur til þjónustu í uútímalegu bókasafni en áður voru forsendur
til, jafnframt því að stórfelldar breytingar verða á starfsháttum
safnanna. Þetta á við um hvers ltonar bókasöfn, en ekki síst þau
sem sinna þjónustu á sviði vísinda og menntunar. Tækniþróun
á einnig þátt í því, að efniviður safna verður fjölþættari, varð-
veittur á margbreytilegum miðlum svo að heitið bókasafn segir
ófullkomna sögu um hvað safnið hefur að geyma.
I kvæðinu „í Árnasafni" er Jóni Helgasyni breytingarmáttur
tírnans ofarlega í huga. „Innan við múrvegginn" verður honum
hugsað til hins forna skrifara sem hjó við annað umhverfi: „Ólík
er túninu gatan og glerrúðan skjánum." Varla hefur hann samt
rennt grun í það sem gerst hefur á olckar tíð, þegar skjáirnir eru
komnir inn fyrir glerrúður bólcasafnanna, þótt í nýrri merkingu sé.
Sú þróun sem ég nefndi hefur sett mark sitt á lögin um Lands-
bókasafn íslands - Háskólabókasafn, sem samþykkt voru á Al-
þingi í vor sem leið. Þar er hlutverki safnsins lýst í átján tölulið-
um og sú upptalning gefur glögga hugmynd um hversu fjölþætt-
um verkefnum hér verður sinnt. Samt mætti ætla að aðeins væri
stiklað á stóru í lögunum, því eftir að taldir hafa verið þessir átján
liðir segir, að lcveðið skuli nánar á um hlutverk safnsins í reglu-
gerð. Eitt atriði þylcir mér ástæða til að leggja áherslu á í þessu
sambandi og það er sá þáttur í hlutverki safnsins sem lýtur að
samstarfi við önnur bókasöfn í landinu. Þess ber að vænta, að sú
starfsemi scm fer fram í þessu húsi og sú aðstaða sem hér mynd-
ast verði öllu bókasafnastaríi á íslandi lyftistöng og styrkur.
Það hús sem við erum nú saman komin í, Þjóðarhókhlaða, er
rneðal mestu og vönduðustu bygginga, sem reistar hafa verið á
Islandi. Aðdragandinn og byggingartíminn er orðinn langur. Á
þeim tíma hefur orðið sú byltingarkennda þróun upplýsinga-
tækni sem ég vék að áðan. Þeir sem að verkinu stóðu hafa þurft
að bregðast við þeim vanda, að tilhögun þeirrar starfsemi sem
húsið átti að rýma hefur tekið stalckaskiptum á byggingartíman-
um. Þennan vanda hefur tekist vel að leysa, húsakynnin falla vel
að þörfum þeirrar nútímalegu starfsemi sem hér á að rækja.
Alþingi ályktaði á sínum tíma, að Þjóðarbókhlaða skyldi reist
í tilefni ellefu alda afmælis íslandsbyggðar árið 1974. Nú þegar
húsið er lolcs fullgert að mestu hafa að vísu bæst tuttugu ár við
aldur þjóðarinnar í landinu, en jafnframt getum við þá tengt
þessa þjóðargjöf við 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Nokkur
2
17