Ritmennt - 01.01.1996, Page 28

Ritmennt - 01.01.1996, Page 28
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON RITMENNT Thorlaciusi og Finni Magnússyni um áform Schlichtegrolls um stofnun félags sem helg- aði sig íslenskum bókmenntum, bókasafni, slcólum o.fl.2 Af því má ráða að hugmynd Schlichtegrolls hefir verið til umræóu hjá þeim þremenningunum um þetta leyti, og enginn líklegri að hafa lagt þar við hlustir en Carl Chr. Rafn. Hann kemur fyrst við sögu í Hafnardeild Bókmenntafélagsins þar sem segir frá fundi í deildinni 30. mars 1818: Lieutenant Rafn (cand. jur.) var fyrijrjsleginn [þ.e. borinn upp] áður af stud. Gunnlaugi Oddssyni, með 20 rbdla s.v. [þ.e. ríkisbankadala silfurverðs] árlegu tillagi, til að verða félagsins meðlimur,- var því næst safnað atkvæðum um í hvörja röð lima hann koma skyldi og vildi þá atkvæðafjöldi að hann verði þess orðulegur limur, hvar til hann þannig er valinn. Frá honum var og framlagt bréf til félagsins hvar í hann æskir það set[j]i nefnd manna til að yfirvega hvörnig almennt hókasafn verði best stiftað á íslandi, með fylgjandi lista yfir ýmsar hækur er nokkrir þegar vilja gefa til þessa augnamiðs. Félagið ályktaði að honurn skyldi látast í ljósi þess þakklæti og undir eins tilkynnast að hér um skyldi skrifað verða til deildarinnar á Islandi.3 Rafn hóf að rita dagbólc daginn sem hann varð 23 ára.4 Hinn 29. mars 1818 getur hann þess að hann hafi skrifað Hafnardeild Bók- menntafélagsins og sent því tillögu um stofnun bókasafns á íslandi. Hún svaraði bréfi hans og hét því að koma hugmyndinni á framfæri við Reykjavíkurdeildina og fela henni að fylgja málinu eftir eins og áður greinir. Tveimur dögum síðar en Rafn fékk bréfið í hendur ræddi hann hugmyndina nánar við Bjarna Þorsteinsson, sem þá var á förum til íslands og átti að gerast talsmaður hennar. Við þetta tækifæri gaf Rafn 22 bæk- ur sem fyrsta vísi að bókasafni á Islandi. Sú gjöf varð hornsteinninn að Landsbókasafni íslands. Hann lét elcki þar við sitja, heldur beitti sér fyrir að viðlíka bólcasöfn yrðu stofnuð í Þórshöfn í Færeyjum árið 1827 og í Godthaab á Grænlandi tveimur árum síð- ar. I ræðu sem fón Sigurðsson flutti á hálfrar aldar afmæli Hins íslenska bókmenntafé- lags fórust honum orð á þessa leið: Það var fyrst á ársfundi 30. mars 1818, að þáver- andi lautenant Karl Kristján Rafn stakk upp á hér í vorri deild, að kjósa skyldi nefnd til að hug- leiða, hvernig hentugast væri að stofna bólcasafn á íslandi, og sendi skýrslu um bækur, sem ýmsir höfðu lofað að gefa til slíks bókasafns.5 Samkvæmt því sem ráða má af ræðu fóns Sigurðssonar við þetta tækifæri var afskipt- um Schlichtegrolls af bókasafnsmálum ís- lendinga hvergi nærri lokið. Síðar í ræðunni bætti Jón því við að 26. febrúar 1819 hefði lcornið fram uppástunga frá Schlichtegroll um að stofna bókasafn á íslandi. Eðlilegast er að skilja orð hans svo að Schlichtegroll hafi ekki verið kunnugt um stofnun Stifts- bókasafnsins árið áður. Af því sem hér hefir verið tínt til virðist fremur mega ætla að hugmyndin um stofnun Stiftsbókasafnsins hafi lcomið frá Schlichtegroll en Rafni. Hitt er hafið yfir allan efa að Rafn var sá sem hratt hugmyndinni í framkvæmd. Nægir að 2 Bréfabók háskólastjórnarinnar (DUBrb., 43/1818). 3 Samkomubók Hafnardeildar, 1816-74 (varðveitt í handritadeild Landsbókasafns). 4 Widding, Ole: Carl Christian Rafn, bls. 11. 5 Jón Sigurðsson. Hið íslenzka bókmenntafélag, bls. 30-31. 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.