Ritmennt - 01.01.1996, Qupperneq 33
RITMENNT
CARL CHRISTIAN RAFN
Það má með sönnu segja, að engin þjóð hefir með
slíkri alúð og kostgæfni geymt og á lofti haldið
fornaldarminningu og forfeður yðrir. Þá aðrar
þjóðir stunduðu lítt að vísindum, efldist slílc
menntan og sagnafræði millum fjallbyggða
yðvarra, að allir Norðurlandabúar mega þar af
makliga stæra sig.12
Islendingar gengust upp við skjallið. Hei-
móðui greinir frá því að fleiri hundruð Is-
lendinga hafi skráð nöfn sín á boðsbréfið og
þar sé ekki einungis að ræða urn embættis-
menn, heldur sé meirihlutinn bændur og
iðnaðarmenn auk vinnumanna og vinnu-
kvenna.
Á stofnfundinum 28. janúar 1825 var
markmið félagsins skilgreint á þá leið að
það ætli að gefa út fornritin ásamt skýring-
um, vinna að könnun á norrænni sögu og
tungu, auka þekkingu á ættjörðinni og
horfnum kynslóðum og efla ættjarðarást.13
Hinn 17. febrúar sama ár var haldinn
framhaldsfundur í félaginu þar sem þrettán
nýir félagar bættust við. Það er athyglisvert
að í þetta skipti voru margir hinna nýju fé-
laga yfirmenn í hernum eða stjórnarstofn-
unum honum tengdum. Um þetta leyti var
Rafn kennari við Landkadetakademiet og sú
skýring nærtækust að þeir hafi gengið í
félagið fyrir orð Rafns og áhrif frá J. v. Abra-
hamson. Einnig gengu tveir stórlcaupmenn í
félagið, einn prestur, einn prófessor og tveir
Hafnarstúdentar, Lárus Thorarensen cand.
juris og Sigurður Brynjúlfsson cand. philos.
Séra Árni Helgason nefndi þá lrugmynd í
bréfi til Rasks 15. september 1825 að sam-
eina Bókmenntafélagið og Konunglega forn-
fræðafélagið og rökstuddi sameininguna
með fámenni Bókmenntafélagins. Elcki er
vitað hvernig Rask brást við hugmyndinni,
en í bréfinu kemur frarn að séra Árni liefir
einnig orðfært hana við Finn Magnússon, en
þar segir:
Eg hefi skrifað prófessor Magnusen um vort Bók-
menntafélag. Það er orðið fámennt hér, og kenni
eg meðfram um Fornfræðafélaginu, en er ekki
vegur til að sameina þau félög? Getur ekki báð-
um orðið hagur að því? Hér á landi er eg hrædd-
ur um ekkert félag geti til lengdar þrifist nema
milli fárra sem nálægt búa hver öðrum ... ,14
Helst er að sjá að þessi liugmynd hafi
eklti verið frelcar rædd.
Góðai viðtökur
Viðgangur Fornfræðafélagsins var ævintýri
lílcastur. Á fyrsta ári urðu félagar tæplega
sextíu og ári síðar hafði talan nær tvöfaldast
þegar allir sem því tengdust eru taldir með.
Hinn 12. febrúar 1831, þegar félagið lrafði
sex ár að balci, voru þeir orðnir 380 sem því
tengdust með einliverjum hætti. Það voru
ýmist heiðursfélagar, venjulegir félagar - or-
dentlige Medlemmer - innlendir og erlendir
og bréflegir félagar heirna og erlendis.
Útgáfa fómsvíkmga sögu (1824) var hugs-
uð sem sýnishorn af væntanlegum útgáfum
Fornfræðafélagsins. Af henni gátu menn
ráðið hvernig frumtexti og þýðingar yrðu
unnar. í fyrsta hefti Heimóðs í janúar 1825
var þess getið að prentun fyrra bindis Ólafs
sögu Tiyggvasonai hefði hafist fyrir áramót
og væri urn það bil hálfnuð og bindið mundi
lcoma út með vorinu. Þýðingarnar lcæmu
12 Heimod, bls. 6-7.
13 Sama rit, bls. 7-8.
14 ÍB 94 a 4to.
29