Ritmennt - 01.01.1996, Síða 34
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
RITMENNT
hins vegar ekki fyrr en undir næstu áramót.
í aprílhefti Hermóðs 1825 er frá því greint
hverjir ynnu að útgáfunni og hvernig þeir
skiptu með sér verkum.
í Hennóði var þess einnig getið að félagið
safni undirskriftum að tímariti um norræn
fornfræði þar sem saga, bókmenntir og forn-
minjar yrðu kannaðar „ved Hjælp af oldnor-
diske (islandske) Mindesmærker". Auk þess
yrði birtur skáldskapur um fornnorræn efni
í ritinu. Þá var talað um að Hermóður kæmi
út ársfjórðungslega. í honum yrði greint frá
störfum félagsins og reikningar þess birtir.
Einnig yrðu þar ritdómar og stuttar grein-
ar.15
Hermóður hætti að koma út árið 1827.
Ari fyrr hóf Tidsskrift for nordisk Old-
kyndighed göngu sína. Tvö bindi lcomu út
fram til ársins 1829. Síðan varð hlé á, en
1832 hóf Nordisk Tidsskrift for Oldkyndig-
hed að koma út. Alls komu þrjú bindi út
sem náðu fram til ársins 1836. Þá tóku
Annaler for nordisk Oldkyndighed við og
komu út til 1864 í 23 bindum. Jafnhliða
þeim kom Antiquarisk Tidsskrift út
1843-63.
Þegar í fyrsta hefti Hermóðs birtist rit-
dómur um útgáfu fómsvíkinga sögu og sagt
um hana í lokin að íslenski prenttextinn
væri sá nákvæmasti sem nokkru sinni hefði
hirst á íslensku.16 í aprílhefti Hermóðs 1825
greinir frá fundi, sem haldinn var í félaginu
hinn 28. apríl.17 Þar var einnig greint frá nýj-
um félögum og koma sum nöfnin kunnug-
lega fyrir augu, því að hér mátti sjá nöfn
margra æðstu embættismanna Danmerkur,
en einnig merka fræðimenn svo sem N.M.
Petersen og H.C. 0rsted prófessor. íslend-
ingar létu sig ekki heldur vanta. Þarna voru
Jón Jónsson lelctor Bessastaðaskóla, Slcúli
Magnússon sýslumaður í Dalasýslu, Árni
Helgason dómkirkjuprcstur og stiftprófast-
ur, Þórður Sveinbjörnsson sýslumaður í Ár-
nessýslu og Guðmundur Jónsson prestur á
Staðarstað. L. Moltlœ greifi og fyrrum stift-
amtmaður yfir íslandi var einnig slcráður fé-
lagi.
Ur röðum erlendra lærdómsmanna var
gnótt virðingarmanna. Án efa var Sir Walter
Scott þeirra frægastur. Auk hans voru ensl<-
ir og þýskir h á skó 1 a kennarar og vísinda-
menn, prófessorar frá Noregi og Svíþjóð, J.
Lobojlco prófessor í Vilna og J. Lusignan
prófessor við háskólann á Korfu, svo að
nokkrir séu nefndir.
Islendingar brugðust einnig vel við með
fjárframlögum. Hermóður greinir frá því
sem lcallað er „Overordentlige Bidrag", sem
félaginu bárust þegar á fyrsta ársfjórðungi
1824. Þar var Johan von Búlow stórtækastur
með 100 dala framlag í seðlum. Nöfn
tveggja íslendinga standa þar einnig, Skúla
Magnússonar sýslumanns í Dalasýslu og
Steingríms bislcups Jónssonar.
Auk þeirrar þátttöku, sem að framan er
getið, urðu nokkrir íslendingar til að gerast
bréflegir félagar - hrevvekslende Medlem-
mer. í aprílheftinu 1825 eru þessir taldir
upp: Þórður Brynjólfsson prófastur í Vestur-
Skaftafellssýslu, Bergur Benediktsson, áður
settur sýslumaður í Austur-Skaftafells-
sýslu, Jón Jónsson prestur á Auðkúlu og pró-
fastur í Húnaþingi, Þorlákur Loftsson prest-
ur í Brautarholti og Þorsteinn Gíslason
15 Hermod, bls. 10-11.
16 Sama rit, bls. 12-13.
17 Sama rit, bls. 28-31.
30