Ritmennt - 01.01.1996, Page 35
RITMENNT
CARL CHRISTIAN RAFN
bóndi og hreppstjóri á Stokkahlöðum. í neð-
anmálsgrein eru þau deili sögð á Þorsteini
að hann eigi óvenjugott safn handrita og
bóka. Samkvæmt skrá, sem félaginu hafi
borist yfir safnið, séu í því 184 sögur, mest-
megnis í handriti. Þetta handritasafn er nú í
eigu Landsbókasafns Islands.
í þriðja hefti Heimóðs, júlí 1825, var enn
greint frá nýjum félagsmönnum.18 Líkt og
áður var drjúgur hluti þeirra tengdur danska
hernum með einum eða öðrum hætti. Sum-
ir þeirra höfðu aðsetur í Vestur-Indíum.
Auk þeirra voru hæstaréttarmálflutnings-
menn, andlegrar stéttar menn búsettir í
Danmörku og einn íslendingur - Vigfús
Erichsen cand. juris. Tveir prófessorar við
háskólann í Kiel, N. Falk og F. Chr. Dahl-
mann, gerðust bréflegir félagar og Gronvald,
kennari á Fjóni.
í októberhefti sama árs19 er skrá yfir
framlög frá 17 einstaklingum á íslandi sem
námu rúmum 28 dölum. Úr röðurn embætt-
ismanna munaði mest um framlag séra
Bjarnar Halldórssonar í Garði í Kelduhverfi,
sem lagði frarn tíu dali. Sumir gáfu ríflega
tvo dali eða þaðan af minna, allt niður í tíu
skildinga. Aðrir prestar voru Jón Stein-
grímsson í Hruna, Jakob Árnason prófastur
í Gaulverjabæ og Salómon Björnsson á
Dvergasteini við Seyðisfjörð. Sonur hans
Filippus, þá skólapiltur, gaf tuttugu skild-
inga. Þórður Björnsson í Garði í Aðaldal var
eini sýslumaðurinn í hópnum með einn dal
silfurs. Verslunarstéttin átti sér einnig sinn
fulltrúa, C.N. Bech verslunarstjóri á Eslti-
firði gaf 4 dali.
Flestir styrktarmanna voru bændur og
ein bóndakona, Steinunn Eiríksdóttir í
Holtaseli, gaf einn dal og 32 sk. Vinnu-
mannastéttin átti þarna sinn fulltrúa; Rafn
Bjarnason, vinnumann á Krossi í Fellum,
sem gaf tíu sk. silfurs. Tveir iðnaðarmenn
lcomust einnig á blað, Jón Grímsson tré-
srniður á Stafafelli gaf tvo dali og 28 sk. og
Jón Jónsson smiður í Bryðjuholti 24 slt. í
silfri. Það er athyglisvert að bóndinn í Stafa-
felli, Pétur Sveinsson, gaf einnig tvo dali og
28 sk., svo að aðrir íslensltir bóndabæir hafa
tæplega lagt nieira af mörkum.
íslendingar í Kaupmannahöfn lögðu
Fornfræðafélaginu einnig lið eftir getu, auk
þess sem þeir tóku þátt í störfum félagsins.
Á þriðja ársfjórðungsfundi 8. nóvember
1825 voru Vigfús Ericlisen og Gunnlaugur
Oddsson valdir til að endursltoða reikninga
félagsins, en Bjarni amtmaður Þorsteinsson
og Oddur Thorarensen lyfsali í Nesi urðu fé-
lagar.
Þorgeir Guðmundsson greindi Bjarna Þor-
steinssyni frá því í bréfum sínurn lrvaða þátt
hann átti í undirbúningnum að stofnun
Fornfræðafélags og hvernig að því var staðið
í upphafi. Hann getur þess fyrst í bréfi 1.
október 1824.20 Af orðum Þorgeirs er ljóst
að undirbúningurinn að stofnun félagsins
hefir verið kominn á góðan rekspöl síðari
hluta árs 1824 og viðbrögð íslendinga orðin
kunn. Ekki þarf að efast um að jafn jákvæð-
ar undirtektir og félagið og markmið Jress
hlaut meðal íslendinga skipti sköpum fyrir
félagið og viðgang þess í upphafi.
18 Sama rit, bls. 46-47.
19 Sama rit, bls. 49-51.
20 Lbs 339 b fol.
31