Ritmennt - 01.01.1996, Síða 41
RITMENNT
CARL CHRISTIAN RAFN
gegnir, og tekur það allt álit úr bækling hans, hjá
þeim sem skynsamir eru. Eg verð að svara hon-
um einu sinni enn, en svo segi eg honum, að þó
hann riti heila folianta með tómum atyrðum,
svo virði eg hann eltki svars framar.
Síðara svar Baldvins birtist skömmu síð-
ar og bar heitið Gjensvai imod Gjensvai....
Fornfræðafélagið fór ekki varhluta af inn-
byrðis átökum vegna þessa máls. Finnur
kom einnig að þeim í bréfi til Bjarna Þor-
steinssonar 7. apríl 1831 og sagði frá stjórn-
arkjöri í félaginu og flokkadráttum sem
komu þá upp á yfirborðið og spjótalögum á
ritvellinum sem beindust að ritstjórninni.34
Baldvin Einarsson skilgreindi þessa deilu
í bréfi til Páls stúdents 11. ágúst 1831 sem
„meira stríð á milli íslendinga og danskra
en nokkuð annað".35 í orðum sem féllu
vegna deilunnar kom greinilega fram að ís-
lensku stúdentunum sveið að vera einungis
verkfæri í höndurn Rafns.36
Efthmál
Aðalfundur Hafnardeildar Bókmenntafé-
lagsins var haldinn 13. mars 1831. Frá hon-
um var stuttlega sagt í Skíini það ár. í lok
ræðu sinnar á fundinum komst Rask svo að
orði:
Það er þar fyrir með sérligri gleði og ánægju, sem
eg í þetta skipti afhendi því heiðraða félagi þess
forsetadæmi til nýrrar ráðstöfunar; þakka eg nú
hjartanliga öllum mínum félagsbræðrum alla
virðing, aðstoð og vorkunnsemi, sem þeir mér á
þessu mínu embættisári og áður auðsýnt hafa, og
óslca félaginu miklu stærri heilla og blóma undir
þeirri nýju stjórn, sem það fer nú að velja.
Ætla eg nú einungis því hér við að hæta, að
séu þeir nokkrir, sem vildu unna mér þeirrar æru
I’jóðminjasafn íslands.
Þorgeir Guðmundsson (1794-1871).
og tignar, að velja mig aftur, svo bið eg þá inni-
liga að afsaka mig, og kjósa heldur þann, sem eg
held einn sé réttiliga til þess kjörinn að lögum.37
Þessi orð verða varla skilin öðruvísi en að
Rask hafi ætlað Finni forsetaembættið þeg-
ar hann gaf ekki lengur kost á sér, en það fór
á annan veg. Þegar gengið var til atkvæða
34 Lbs 341 a fol.
35 Skrifarinn á Stapa, bls. 71.
36 Nanna Ólafsdóttir bókavörður hefir ritað um Raslt-
deiluna í bók sinni um Baldvin Einarsson þar sem
hún lýsti deilunni cins og hún leit út frá bæjardyr-
um Baldvins.
37 Skírnir V, bls. 84.