Ritmennt - 01.01.1996, Page 43
RITMENNT
CARL CHRISTIAN RAFN
sjáið þér nú af skýrslum þess. En aðferð tengda-
föður G., justitsráðs Langelands, og hans fáu, nú
mest úr félaginu útgengnu, vina, eður réttara að-
alráðgjafa (Vjigfúsar] E[richsens] og B[aldvins[
Ejinarssonar]) munuð þér þegar hafa séð af okkar
í fyrrahaust útgefnu prentskjali.40
Þessi frásögn Finns er öll hin merkileg-
asta. Af henni er ljóst að á umræddum fundi
höfðu menn skipst í öndverðar fylkingar þar
sem tekist var á um hvor þeirra Þorgeirs
Guðmundssonar eða Rafns skyldi ráða yfir
Fornfræðafélaginu. Afstaða Finns réðst af
því að hann áleit að dagar félagsins yrðu
senn taldir ef Rafn yrði hrakinn frá völdum.
Tíminn átti eftir að leiða í ljós að hann var
félaginu enn sem fyrr betri en enginn. Oá-
nægjan var á hinn bóginn orðin svo megn að
um frekara samstarf Rafns og Þorgeirs gat
ekki orðið að ræða. Þegar svo var komið
blésu fylgjendur Þorgeirs til atlögu gegn
Rafni. Finnur nafngreinir þrjá ráðgjafa og
hugmyndafræðinga sem hafi verið Þorgeiri
innan handar. Meðal þeirra var R. Lange-
land, tengdafaðir hans, sem verið hafði í
Fornfræðafélaginu frá upphafi og var fyrsti
gjaldkeri þess, og Vigfús Erichsen sem hafði
einnig gengið fljótlega í félagið og endur-
skoðað reikninga félagsins eins og áður get-
ur.
Tómas Sæmundsson virðist hafa haldið
sér utan við átökin. Því er forvitnilegt að sjá
hvaða augum hann leit atburðina. Hann lýs-
ir þeim í bréfi til ísleifs Einarssonar á
Brekku 1. október 1831:
Von þykir okkur þó illa mælist fyrir hjá ykkur
stríðið í Fornfræðafélaginu - og erum við ykkur
aldeilis um það samdóma. Verst af öllu er að við
drekkum allir af því, sem hér erum og þó sak-
lausir. Það er heldur ekki með öllu ómaklegt
Det kongelige fíibliotek, Kobenhavn. (Steinprent.)
Finnur Magnússon (1781-1847).
fyrst íslendingur (því það mun nú flestum ef-
laust) varð til þess fyrstur manna að rífa niður
prófesjsor] Rafn er jafnan hafði sýnt sig sem ís-
landsvin og annar varð til að taka í sama streng-
inn - við áttum að þegja hvað sem svo segja hefði
mátt honum til niðurdreps og lofa einhvörjum
landa hans að gjöra út af við hann - svo við ekki
gjörðum okkur svo bera í óþakklæti við forþént-
ustu menn að orsakalausu. Það bætir nokkuð
okkar hluta í augum fólks að veslings Rask hljóp
svo herfilega á sig og kom redaktioninni upp á
móti sér, er særði hann svoleiðis að hann aldrei
grær framar að fullu.41
40 Hafnarstúdentar skrifa heim, bls. 63-64.
41 Tómas Sæmundsson og Finnur Magnússon: Fimm
bréf til ísleifs á Brekku, bls. 306-307.
39