Ritmennt - 01.01.1996, Side 50
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
RITMENNT
þeim, sem prentaðar voru í II. hindi íslend-
inga sagna, hafði Hænsa-Þóris saga ekki
verið prentuð áður.
Enda þótt ævi tæki að halla var Rafn köllun
sinni trúr. A árabilinu 1850-52 kom út í
tveimur bindum verk um ferðir norrænna
manna í austurveg. Þetta rit var síðasta stór-
virkið frá hendi Rafns. Það var í tveimur
bindum og hét Antiquités Russes. Lílct og
löngum áður hafði hann notið aðstoðar
Finns Magnússonar og Sveinbjarnar Egils-
sonar sem báðir höfðu kvatt þetta líf þegar
útgáfu ritsins lauk. Sem framhald af þessu
riti má líta á Antiquités de l’Orient, þar
sem greinir frá ferðum norrrænna manna til
Garðaríkis og Miklagarðs. Einnig hafði Rafn
á prjónunum hugmynd að riti um samskipti
Norðurlandaþjóða við Bretlandseyjar, en
ekkert varð úr framkvæmd.
Um 1830 setti Fornfræðafélagið sér það
mark að beita sér fyrir útgáfu á fornnor-
rænni orðabók. Ekki er ljóst hvort orðabók-
arvinna sú sem Hallgrímur Scheving og
Sveinbjörn Egilsson fengust við í tómstund-
um sínum frá kennslu vió Bessastaðaskóla
var hugsuö sem upphafið. I bréfi frá Svein-
birni 27. júlí 1824 segist hann vera að safna
efnivið í „et poetisk lexicon".59 Vafalaust
hefir Rafni verið kunnugt um orðabókar-
störf Sveinbjarnar og íslendingar í Kaup-
mannahöfn unnu að uppskriftum á kvæða-
handritum fyrir hann.60 Þegar orðtaka úr ís-
lensku fornmáli hófst í Kaupmannahöfn
vorið 1840 fyrir atbeina R. Cleasbys, var
Rafn hafóur þar með í ráðum, en engin orð-
taka fór fram á bundnu máli.61 Sveinbjörn
Egilsson vann ótrauður að orótöku á skálda-
málinu og ákveöin verkaskipting var milli
hans og Cleasbys. Á árunum eftir 1840 var
farið að huga að undirbúningi að prentun á
orðabók Sveinbjarnar. Hann dvaldist í
Kaupmannahöfn veturinn 1845-46 og hafði
með sér síðasta hluta orðabókarhandritsins,
en ári áður hafði Rafn fengið verulegan
hluta. Engu að síður dróst á langinn að
prentun hæfist. Guðbrandi Vigfússyni og
Jóni Þorkelssyni eldri var falið að yfirfara
handritið. Á aðalfundi í Fornfræðafélaginu
25. febrúar 1852 var svo ákveðið að hefja
prentunina að endurskoðun lokinni. Það
átti ekki fyrir Sveinbirni að liggja að sjá
þetta lífsverlc sitt lcomið í höfn. Það gerðist
nolckuð jafnsnemma að hann tólc andvörpin
og prentun hófst. Lexicon poeticum lcom út
í heftum á árunum 1854-60 og var vel fagn-
að af þeim sem við norræn fræði fengust.
Fornfræðafélagið tólc þá álcvörðun á áður-
nefndum fundi 25. febrúar 1852 að gefa út
fornnorræna orðabólc og 1854 var Eirílci
Jónssyni falið að annast verlcið. Gunnlaugur
Þórðarson var samstarfsmaður Eirílcs þar til
hann dó árið 1861, en orðabólcin - Oldnord-
isk Ordbog - lcom út ári áður en Rafn and-
aðist.
Rafn vann ótrauður að viðgangi Forn-
fræðafélagsins allt til ævilolca. Með óþrot-
legri elju tólcst honum að aulca útbreiðslu
þess um heimsbyggðina og Antiquitates
Americanæ urðu öðrum verlcum fremur til
að víðfrægja félagið. Þjóðhöfðingjar vítt um
heim urðu til að styrlcja félagið, enda þótt
þeklcingu á þessum fræðum væri þar elclci
fyrir að fara. Því var með ólílcindum hvern-
ig honum tólcst að gjöra Fornfræðafélagið að
59 Sveinbjörn Egilsson. Lexicon poeticum, bls. v.
60 Sama rit, bls. lv-v.
61 Sama rit, bls. v.
46