Ritmennt - 01.01.1996, Page 51
RITMENNT
CARL CHRISTIAN RAFN
þeirri miðstöð norrænna fræða um sína
daga að það teygði anga sína um nær gjörv-
alla heimsbyggðina.
Rafn átti ekki því láni að fagna að sitja á
friðarstóli þrátt fyrir viðgang félagsins. Mik-
ill mótblástur var gerður gegn honum árið
1846. Félagsmenn fundu að því að ekki væri
tekið nóg tillit til almennings í útgáfustarf-
semi félagsins. Ritin væru bæði dýr og haf-
in yfir skilning hins almenna lesanda.62
Nýtt útgáfufélag var stofnað um áramótin
1846-47, sem hafði að markmiði að gefa út
norræn og íslensk fornrit „fremur fyrir leik-
menn en lærða".63 Hægt gekk með útgáfur
íslendinga sagna hjá Fornfræðafélaginu og
Árnanefnd og þær féllu ekki almenningi í
geð, enda var sagt að nýja félagið ætti að
„supplera" þau.
Ekki verður slcilist svo við Hið kon-
unglega norræna fornfræðafélag að geta að
engu framlags þess til norrænnar fornleifa-
fræði. Rafn tók sæti í fornleifanefndinni
árið 1830 og varð náinn samstarfsmaður
C.J. Thomsens. Tímarit þau sem félagið gaf
út voru helguð þeim fræðum að verulegu
leyti. Hins vegar komu íslendingar þar lítt
við sögu þegar Finnur Magnússon er frátal-
inn, og Rafn hafði minni þekkingu á rann-
sóknum fornminja en fornra rita. Árið 1845
var stofnað prófessorsembætti í norrænum
málum og það var N.M. Petersen sem
hreppti stöðuna. Þetta gerðist réttum tveim-
ur áratuguiu eftir að Fornfræðafélagið var
stofnað og varla þarf að draga í efa að útgáfu-
starfsemi þess hefir valdið miklu þar um því
að með henni var grunnurinn lagður.
Ævistarf Rafns var með ólíkindum þegar
þess er gætt að hann var lengst af heilsutæp-
ur. Skipulagsgáfa hans náði jafnt til daglegra
I’jódminjasafn íslands. (Dagucrreótýpa.)
Sveinbjörn Egilsson (1791-1852).
starfa og viðfangsefna sem stóðu yfir svo
árum skipti. Honum virtist aldrei liggja á og
hafa jafnan nægan tíma til að leggja málin
niður fyrir sér.
Lárus Sigurðsson frá Geitareyjum sá Rafn
haustið 1830, Jiá nýkominn til Hafnar, og
lýsti honum fyrir Jónasi Hallgrímssyni í
bréfi með þessum orðum:
Rafn er ekki ólíkur honum Olafi Ásbjörnssyni
með grátt hár, grá augu, framstandandi munn og
nef, kringluleitur, og blíð-barsk á svipinn, heldur
ófríður og hrafns[legu]r.64
62 Worsaae, j.J.A.: Tale ..., bls. xxv.
63 Brynjólfur Pétursson. Bráf, bls. 110.
64 Bréf til og frá fónasi Hallgrímssyni (KG 31 a).
47