Ritmennt - 01.01.1996, Page 51

Ritmennt - 01.01.1996, Page 51
RITMENNT CARL CHRISTIAN RAFN þeirri miðstöð norrænna fræða um sína daga að það teygði anga sína um nær gjörv- alla heimsbyggðina. Rafn átti ekki því láni að fagna að sitja á friðarstóli þrátt fyrir viðgang félagsins. Mik- ill mótblástur var gerður gegn honum árið 1846. Félagsmenn fundu að því að ekki væri tekið nóg tillit til almennings í útgáfustarf- semi félagsins. Ritin væru bæði dýr og haf- in yfir skilning hins almenna lesanda.62 Nýtt útgáfufélag var stofnað um áramótin 1846-47, sem hafði að markmiði að gefa út norræn og íslensk fornrit „fremur fyrir leik- menn en lærða".63 Hægt gekk með útgáfur íslendinga sagna hjá Fornfræðafélaginu og Árnanefnd og þær féllu ekki almenningi í geð, enda var sagt að nýja félagið ætti að „supplera" þau. Ekki verður slcilist svo við Hið kon- unglega norræna fornfræðafélag að geta að engu framlags þess til norrænnar fornleifa- fræði. Rafn tók sæti í fornleifanefndinni árið 1830 og varð náinn samstarfsmaður C.J. Thomsens. Tímarit þau sem félagið gaf út voru helguð þeim fræðum að verulegu leyti. Hins vegar komu íslendingar þar lítt við sögu þegar Finnur Magnússon er frátal- inn, og Rafn hafði minni þekkingu á rann- sóknum fornminja en fornra rita. Árið 1845 var stofnað prófessorsembætti í norrænum málum og það var N.M. Petersen sem hreppti stöðuna. Þetta gerðist réttum tveim- ur áratuguiu eftir að Fornfræðafélagið var stofnað og varla þarf að draga í efa að útgáfu- starfsemi þess hefir valdið miklu þar um því að með henni var grunnurinn lagður. Ævistarf Rafns var með ólíkindum þegar þess er gætt að hann var lengst af heilsutæp- ur. Skipulagsgáfa hans náði jafnt til daglegra I’jódminjasafn íslands. (Dagucrreótýpa.) Sveinbjörn Egilsson (1791-1852). starfa og viðfangsefna sem stóðu yfir svo árum skipti. Honum virtist aldrei liggja á og hafa jafnan nægan tíma til að leggja málin niður fyrir sér. Lárus Sigurðsson frá Geitareyjum sá Rafn haustið 1830, Jiá nýkominn til Hafnar, og lýsti honum fyrir Jónasi Hallgrímssyni í bréfi með þessum orðum: Rafn er ekki ólíkur honum Olafi Ásbjörnssyni með grátt hár, grá augu, framstandandi munn og nef, kringluleitur, og blíð-barsk á svipinn, heldur ófríður og hrafns[legu]r.64 62 Worsaae, j.J.A.: Tale ..., bls. xxv. 63 Brynjólfur Pétursson. Bráf, bls. 110. 64 Bréf til og frá fónasi Hallgrímssyni (KG 31 a). 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.