Ritmennt - 01.01.1996, Side 52
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
RITMENNT
Benedikt Gröndal kynntist Rafni þegar
hann kom til Hafnar haustið 1846 og varð
honum handgenginn um skeið. Lýsing hans
á Rafni er á þessa leið:
Rafn var hár maður vexti og grannvaxinn, þá orð-
inn nokkuð lotinn í heróum, hvítur fyrir hærurn
snemma, slcegglaus að mestu, hárið mikið og
úfið; hann hafði verið hermaður, en ekkert slíkt
var í fari hans, hvorki að rödd né limaburði.
Hann var látlaus og barst ekki á, alltaf heima og
vakinn og sofinn í að stunda hag fornfræðafélags-
ins, enda veitti það ekki af, þar sem það var út-
breitt um öll lönd og um allar heimsálfur, því
Rafn fékk alla konunga og keisara, hertoga og
höfðingja til að ganga í félagið og gefa því stórfé;
hafði hann eitthvert lag á því, og elcki annað fyr-
ir en öfund landa sinna, og ekki auðgaðist hann
á félaginu, þó hann hefði einhver laun sem skrif-
ari þess. Rafn var mjög sparsamur og bjó alltaf í
Krónprindsensgötu á fjórða sal, í heldur lélegum
herbergjum, en þó allrúmlegum; allur húsbúnað-
ur var mjög einfaldur.65
Carl Christian Rafn lést 20. október árið
1864. Hinn 6. nóvember sama ár birtust eft-
irmæli um hann í Illustreret Tidende eftir
Fr. Algreen-Ussing. Sá dómur sem þar er
upp kveðinn um Rafn sem persónu er
hvergi nærri skuggalaus þó að höfundur við-
urkenni dugnað hans og skipulagshæfileika.
Þannig nefnir Algreen-Ussing að eftir því
sem á ævina leið hafi Rafn gerst fráhverfari
hinum upphaflegu markmiðum Fornfræða-
félagsins og snúið sér í ríkara mæli að öðr-
um og fjarskyldari viðfangsefnum. Þegar fé-
lagið hóf starfsemi sína varð það að fá 200
dali að láni til að fjármagna fyrstu útgáfu
sína, en við fráfall Rafns voru eignir þess
taldar nema 85.000 dölum. Af þeirri upp-
hæð er talið að tæplega 8.000 hafi komið frá
Dönum. Afgangsins hafði Rafn aflað á öðr-
um miðum.
Þess gætti víða meðan Rafn var ofar
moldu að hann átti bæði óvildar- og öfund-
armenn. Þegar Björn M. Ólsen vildi afla sér
þelckingar á Rafni hjá Konráði Gíslasyni,
hljóðaði svarið á þessa leið:
Um Rafn get eg ekki sagt annað en „de mortuis
nil nisi bene". Hann var mér hvorlci vinveittur
né óvinveittur, svo eg viti. En eg held, hann sé
einn af þeirn mönnum, sem löndum hans hefur
þótt skylda sín að halla á og gera lítið úr. Ekki er
mér kunnugt, að hann hafi „eignað sér annarra
verk". Hitt er mér kunnara - og þér ekki síður -,
að fornfræði Norðurlanda eiga honum milcið upp
að inna. Þar að auki held eg mér sé óhætt að full-
yrða, að hann hafi verið tryggur og vinhollur,
eins þar sem Islendingar áttu í hlut.66
Dómur Konráðs hefir ekki breyst í tím-
ans rás. Það mun sammæli þeirra sem hest
kunna slcil á verkum Rafns að í dag sé eklci
til sá fræðimaður í norrænum fræðum sem
eklci standi í þalckarskuld við hann.
Heimildaskrá
A. Óprenladar heimildir
Handritasafn Arna Magnússonar:
KG 31 a
Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn:
Lbs 339 a og b fol
Lbs 341 a fol
Lbs 657 4to
JS 82 fol
ÍB 94 a 4to
Hið íslenslta bólcmenntafélag. Samkomubók Hafn-
ardeildar, 1816-74
65 Benedikt Gröndal. Dægradvöl, bls. 116-17.
66 Bréf Konráðs Gíslasonar, bls. 264.
48