Ritmennt - 01.01.1996, Page 57
RITMENNT 1 (1996) 53-67
Verðmætt safn
íslandslcorta
gefið Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni
Samband íslenskra sveitarfélaga afhenti Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni
að gjöf hluta af kortasafni Kjartans Gunnarssonar lyfsala á 50 ára afmæli sambands-
ins í júní 1995. Á ársafmæli safnsins, 1. desember 1995, gáfu sjö bankar og greiðslu-
kortafyrirtæki safninu önnur kort Kjartans og hafði það þá eignast kortasafn hans í
heild, um níutíu kort. 15irt er skrá um kortin þar sem sögð eru deili á þeirn hverju
um sig.
Vandvirkir safnarar menningarverðmæta vinna þjóð sinni
mikið gagn með áhuga sínum, fundvísi og atorku, hvort
heldur munum og minjum er safnað, bókum, handritum - eða
til að mynda landakortum.
Kjartan Gunnarsson lyfsali stundaði söfnun íslandskorta um
áratugaskeið og leitaði víða fanga, einkum þó í Bretlandi, Frakk-
landi og Skandinavíu. Hann gerðist snemma félagi í alþjóðlegum
samtökum kortasafnara, The International Map Collectors'
Society, sem stofnuð voru fyrir um tuttugu árum. Hann sat um
skeið í stjórn samtakanna og sótti margar ráðstefnur á þeirra
vegum. Kort úr safni Kjartans voru tvívegis sýnd hér í Reylcjavík,
í tengslum við norrænar frímerkjasýningar.
Þar kemur gjarnan í lífi safnara að þeir láta söfn sín föl. Þannig
var það um Kjartan Gunnarsson og stóð þá ekki á því að öflug er-
lend bókasöfn sýndu áhuga á því að kaupa safn hans. En Kjartani
var það ekki að skapi að safn hans færi úr landi og vildi töluvert
til vinna að svo yrði ekki. Helst vildi hann að safnið kæmist í
eigu hins nýja bókasafns, Landsbókasafns íslands - Háskóla-
hókasafns. En jafnljóst var að sú stofnun hefði ekki bolmagn til
þess af eigin rammleik að kaupa kortasafnið. Þannig stóðu leik-
ar þegar kom fram á árið 1995. En þá varð það málefninu til
happs að Samband íslenskra sveitarfélaga steig fyrsta slcrefið og
53