Ritmennt - 01.01.1996, Síða 58
EINAR SIGURÐSSON
RITMENNT
Frá afhendingu kortagjafar
Sambands íslenskra sveitar-
félaga 9. júní 1995. Á mynd-
inni eru, talið frá vinstri,
Birgir L. Blöndal, Magnús
Karel Hannesson, Einar
Njálsson, bæjarstjóri á Húsa-
vík, varafulltrúi Sigríðar
Stefánsdóttur í stjórn sam-
bandsins, Ingvar Viktorsson,
Kristín Bragadóttir, forstöðu-
maður þjóðdeildar Lands-
bókasafns íslands - Háskóla-
bókasafns, Einar Sigurðsson,
landsbókavörður, Valgarður
Hilmarsson, Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, Guðmundur
Bjarnason, Ólafur Kristjáns-
son, Guðrún Ögmundsdóttir,
borgarfulltrúi í Reykjavík,
varafulltrúi Sigrúnar Magnús-
dóttur í stjórn sambandsins,
Ólafur Hilmar Sverrisson,
Þórður Skúlason og Unnar
Stefánsson.
Ljósm. Edda. - Landsbókasafn.
afhenti bókasafninu að gjöf hluta af kortasafni Kjartans við at-
höfn sem fram fór í bólcasafninu 9. júní 1995. Formaður sam-
bandsins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, afhenti gjöfina og sagði
við það tækifæri meðal annars:
Það var mikill viðburður þegar Landsbókasafn íslands - Há-
skólabókasafn var opnað hér í Þjóðarbókhlöðunni 1. desember á síðasta
ári. Merkum áfanga var náð og lagður enn frekari grunnur að því að sú
stofnun sem sérstaklega er helguð fortíðar-, nútíðar- og framtíðar-
menntun þjóðarinnar geti þjónað hlutverki sínu með reisn.
í tilefni af 50 ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 11.
júní næstkomandi fannst stjórn þess viðeigandi að minnast þeirra tíma-
móta meðal annars með því að gefa Landsbókasafni íslands - Háskóla-
bókasafni einhverja þá gjöf sem komið gæti að gagni fyrir safnið.
Sú mennta- og menningarstarfsemi sem fram fer í þessari stofnun er
með einum eða öðrum hætti samofin sögu og starfi sveitarfélaganna í
landinu. Sú saga hefur meðal annars fært okkar kynslóð fróðleik um hið
merka hlutverk hreppanna á árdögum íslenskrar þjóðmenningar.
Á þeim tímamótum er við stöndum á nú, þegar sveitarfélögin eru í
þann mund að taka við öllum grunnskólarekstri, minnir þetta okkur á
mikilvægi þess að þau ræki það hlutverk þannig að íslensk menning
dafni í framtíð ekki síður en á þeim tímum þegar skapaður var sá bók-
menntaarfur sem hér er varðveittur.
I samráði við Einar Sigurðsson landsbókavörð og Kristínu Bragadótt-
ur, forstöðumann þjóðdeildar safnsins, var ákveðið að sambandið gæfi
tólf íslandskort, það elsta frá um 1600 og það yngsta frá 1827. Þessi ís-
54