Ritmennt - 01.01.1996, Page 59
RITMENNT
VERÐMÆTT SAFN ÍSLANDSKORTA
landskort eru úr safni Kjartans Gunnarssonar lyfsala sem hóf söfnun ís-
landskorta fyrir um það bil þrjátíu árum.
Gjöfin styrkir vonandi það markmið að koma upp sérstakri korta-
deild í þjóðdeild Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns. hessi fá-
gætu og gömlu íslandskort gegna enn fremur því mikilvæga hlutverlci
að auðvelda fræðimönnum rannsóknir á sögu landsins, landa- og nátt-
úrufræði þess og tengslum íslands við aðrar þjóðir.
Haraldur Sigurðsson, fyrrverandi bókavörður og höfundur hins stór-
merka rits Kortasögu íslands segir eftirfarandi í fylgiritinu Kortasafn
Háskóla íslands sem kom út með Árbók Háskóla íslands 1979-1980:
„Samanburður Islandskorta frá ýmsum tímum sýnir okkur lítinn þátt í
viðleitni mannsins að átta sig á umhverfi sínu og þoka sér áleiðis frá
fjarstæðukenndum hugmyndum til vaxandi raunsæis og traustara yfir-
lits." Þetta eru orð að sönnu og augljóst að sá mikli menningarfjársjóð-
ur, bækur, blöð, tímarit og landakort, sem hér eru í þessari stofnun og
aðgengileg fyrir alla kennir þjóðinni að virða sjálfa sig og trúa á sjálfa sig
og framtíð sína.
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
Ég vil hér með fyrir hönd þeirra 170 sveitarfélaga sem eru í Sambandi
íslenskra sveitarfélaga biðja Einar Sigurðsson landsbókavörð að veita
þessari gjöf viðtöku og láta í ljós þá von stjórnar sambandsins, fyrir
hönd sveitarfélaganna í landinu, að þessi gjöf styrki þann grunn sem
safnið starfar á og geri það hæfara til að rækja í senn skyldur sínar við
fortíð, nútíð og framtíð.1
1 Gömul íslandskort færð Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni að gjöf.
Sveitarstjórnarmál 55:3 (1995), bls. 136-37.
Kjartan Gunnarsson lyfsali.
55