Ritmennt - 01.01.1996, Page 60
EINAR SIGURÐSSON
RITMENNT
Birgir ísleifur Gunnarsson
seðlabankastjóri skýrir frá
kortagjöf sjö banka og
greióslukortafyrirtækja.
.JJnmbnrtd* i«len«krn *vcitnrfclngn
tl. J<-i mt
Ljósm. H.Ii. - Landsbókasafn.
.
Afhending kortanna fór fram í forsal þjóðdeildar bókasafnsins
og þar prýddu þau veggi næstu mánuðina.
En þótt hér væri um rausnarlega gjöf að ræða var þó enn býsna
langt í land að bókasafnið eignaðist öll íslandskort Kjartans
Gunnarssonar. Til þess aó svo yrði þyrftu fleiri góðfúsir gefend-
ur að koma til. Og hér átti bókasafnið enn láni að fagna því að
það varð ljóst þegar eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga
hafði afhent kortin tólf að formaður þess, Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, hugsaði þessa gjöf sem áfanga að því rnarki að bóka-
safnið eignaðist kortasafn Kjartans í heild sinni. Sú stund rann
upp á ársafmæli bókasafnsins 1. desember 1995 þegar Birgir ís-
leifur Gunnarsson seðlabankastjóri afhenti safninu við sérstaka
athöfn öll íslandskort Kjartans, önnur en þau sem sveitarfélögin
höfðu þegar gefið. Mælti hann þar fyrir munn forráðamanna sjö
banka og greiðslukortafyrirtækja sem sameinast höfðu um gjöf-
ina. Þar var um að ræða Seðlabankann, Landsbankann, Búnaðar-
bankann, íslandsbanka, Sparisjóðabankann, Kreditkort og VISA
ísland. Við afhendinguna þakkaði landsbókavörður fyrirtækjun-
um fyrir mikilsvert framlag til safnsins, svo og formanni Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga fyrir þann ríka þátt sem hann átti í
að þessi farsæla niðurstaða náðist. Kortin voru síðan til sýnis um
nokkurra mánaða skeið á sýningarrými safnsins á 2. hæð.2
2. Einar Sigurðsson: Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn eignast korta-
safn Kjartans Gunnarssonar í heild sinni. Sveitarstjórnarmál 56:1 (1996), bls.
40-41.
56