Ritmennt - 01.01.1996, Qupperneq 63
RITMENNT
SKRÁ UM ÍSLANDSKORT KJARTANS GUNNARSSONAR
Bert, Pieter (1565-1629) / Jodocus Hondius
(1594-1629). Septentrionalum regionum
descrip. 1616 og seinna. (8,4 X 12,2 sm)
Úr útgáfu Jodocusar Hondiusar á P. Bertij
Tabularum geographicarum contractarum librí
quatuor.
Bertuch, Friedrich Justin (1747-1822).
Charte von Island. 1815. (15,7 X21,5 srn)
Kort úr Bilderbuch fúr Kinder.
Blaeu, Willem Janszoon (1571-1638).
Tabula Islandiæ. 1630 og seinna. (38 X49,5
sm)
Sá maður er livað mest kom við sögu hol-
lenskra íslandskorta, þeirra er runnin voru frá
Cuðhrandi biskupi Þorlálcssyni, var Joris
Carolus. Kort hans varð fyrirmynd flestra ís-
landslcorta í rúm 120 ár og ekkert hinna eldri
íslandslrorta var birt jafnoft né fór jafnvíða eða
átti sér lengri sögu sem fyrirmynd annarra
kortageröarmanna. Kort Carolusar er til í
tveimur ofurlítið mismunandi gerðum og birtist
þannig í fjölmörgum útgáfum á kortasöfnum
þeirra Willems Janszoons Blaeus og Jolrannesar
Janssoniusar árin 1630-1670. Þetta kort er úr
einlrverri útgáfu á lcortabólc Blaeus, Atlantis
appendix.
Boisseau, Jean. Islandia. Um 1648. (33,7 x
48,5 sm)
Eftirmynd af íslandskorti Guðbrands Þorláks-
sonar í gerð Orteliusar. Höfundur eftirnryndar-
innar var löngunr okunnur og voru ýnrsir nefnd-
ir til sögunnar. Nú er talið líklegast að hann
hafi verið fransltur landfræðingur að nafni Jean
Boisseau.
Bordone, Benedetto (1460-1539). Islanda.
1547. (7,4 X 14,6 sm)
Birtist fyrst í eyjalýsingu Benedettos Bordones
Libro ... de tutte l’Isole del mondo 1528. Kortið
íslandskort Giovannis Camocios frá unr 1571. ísland
er dregið eftir Norðurlandakorti Olaus Magnus frá
1539.
er merkur áfangi í kortasögu íslands því það er
fyrsta sérkortió sem er þekkt af landinu. Úr út-
gáfu lrókarinnar frá 1547.
Bowen, Emanuel (urn 1720-1767). An
Jmproved Map of Iceland. Um 1750. (9X 14
sm)
Að mestu leyti eftirmynd af landinu eins og það
er á Evrópukorti Hermanns Molls frá því fyrr á
öldinni. Á sama blaði og Islandskortið eru þrjú
önnur kort, af Grænlandi, Færeyjum og hring-
iðu í hafinu.
59