Ritmennt - 01.01.1996, Síða 66
JOKULL SÆVARSSON
RITMENNT
Hansen, Morten (1855-1923). ísland. (33 X
44,6 sm)
Henricpetri, Sebastian (1547-1627). Thyle.
1576 og seinna. (12 X 7,5 sm)
Kort úr útgáfu á bókum þeirra Pomponiusar
Melas, De orbis situ, og Gajusar Juliusar
Solinus, Polyhistor, á vegum Sebastians Hen-
ricpetris. Mjög líkt korti eftir Johannes Honter
úr Rudimenta cosmographica.
Homanns-erfingjar. Insvlae Islandiae deli-
neatio. 1761. (47,3X58,6 sm)
Árið 1761 létu Danir loks birta niðurstöðurnar
af mælingum þeirra Magnúsar Arasonar og
Thomasar Knoffs á árunurn 1721-1734. Það var
stiftamtmaðurinn á íslandi, Otto Manderup
Rantzau, sem beitti sér fyrir því og leitaði í því
skyni til kortagerðarstofnunar þeirrar sem einna
mest orð fór af í Evrópu um þessar mundir,
Homanns-erfingja (Die Homannischen Erben) í
Núrnberg. Kort þetta varð síðar með endurbót-
um Jóns Eiríkssonar, Gerhards Schonings og
fleiri undirstaða flestra hinna betri Islandskorta
fram yfir aldamótin.
Hondius, Jodocus (1563-1612). Island.
1625. (12,7 X 18,3 sm)
Á árunum upp úr 1620 voru myndamótin aó
Atlas Minor, minnkaðri gerð kortasafns Ger-
hards Mercators, seld til Lundúna og hirt í
ferðasögusafni Samuels Purchas, Hakluytus
Posthumus or Purchas His Pilgrimes, sem
Henry Featherstone gaf út.
Hondius, Jodocus (1563-1612). Iseland.
1635 og seinna. (13 X 19 sm)
Kort úr þjófprenti, Historia Mundi, or
Mercators Atlas, á smákortasafni Mercators
sem Michael Sparke og Samuel Cartwright gáfu
út í London 1635.
Horrebow, Niels (1712-1760). The Map of
Iceland. 1758. (30,2x38,7 sm)
Þegar bók Horrebows, Tilforladelige Efterretn-
inger om Island, kom út árið 1752 fylgdi henni
eftirmynd Knoff-kortsins. Úr enskri útgáfu, The
Natural History of Iceland.
Horrebow, Niels (1712-1760). Carte de
l'Islande. 1779. (29,7x37,9 sm)
Kaflar úr íslandslýsingu Horrebows birtust í
ýmsum landfræðiritum og ferðasögusöfnum
næstu áratugina. Hér er kort úr Histoire
générale des voyages eftir A.F. Prévost.
Iceland. (14,1 X24,2 sm)
Iceland. Um 1850? (14,6x20,6 sm)
Iceland. Um 1865. (14x24,2 sm)
Á blaðinu eru þrjú kort, eitt er sérkort af ís-
landi, annað sýnir ísland, Grænland og Færeyjar
og hið þriðja er af Danmörku.
Island á ofanverðri tíundu öld eptir Krists
burð ok um aldamótin ár 1000. 1843. (28,4
X 45,4 sm)
Kortið fylgdi fyrsta bindi íslendingasagna sem
Fornfræðafélagið hóf að gefa út 1843. Hvað
strandlínur snertir er það gert eftir mælingun-
um 1801-1818 en inn til landsins byggist það að
verulegu leyti á korti Jóns Eiríkssonar og Ólafs
Olaviusar.
Janssonius, Johannes (1588-1664). Islandia.
1628 og seinna. (13,5 X 19,3 sm)
Smækkuð gerð af íslandskorti Gerhards
Mercators. Úr útgáfu Johannesar Janssoniusar á
Atlas Minor.
Johnston, Alexander Keith (1804-1871).
Denmark. Um 1846. (60,8x49,9 sm)
ísland og Færeyjar eru íaukar á korti af Dan-
mörku. Úr National Atlas.
62