Ritmennt - 01.01.1996, Síða 71
RITMENNT
SKRÁ UM ÍSLANDSKORT KJARTANS GUNNARSSONAR
Vandermaelen, Philippe (1795-1869). Is-
lande. 1827. (47,5X51 sm)
Vandermaelen var belgískur landfræðingur. Á
árunum 1825-1827 gaf hann út Atlas universell
sem var safn landalcorta í sex bindum. ísland er
gert eftir yfirlitskorti Pouls de Lovenorns sem
byggði það á strandmælingunum hér við land í
byrjun 19. aldar. Mun vera fyrsta steinprentaða
kortið af íslandi.
Vrients, Johannes (1552-1612). Islandia.
1601 og seinna. (8,4 X 11,5 sm)
Kortasafn Abrahams Orteliusar, Theatrum orbis
terrarum, var dýr bók í stóru broti og frekar ó-
þjál í meðförum. Þegar Ortelius lést árið 1598
komst útgáfurétturinn á safni hans í hendur Jo-
hannesar Vrients. Hann lét prenta smækkaða
gerð þess undir nafninu Epitome Theatri Orteli-
ani og kom það fyrst út 1601. Kortið er úr þeirri
bók.
Vrients, Johannes (1552-1612). Septentrio-
nales reg. 1601 og seinna. (8,1 X 11,7 sm)
Úr Epitome Theatri Orteliani.
Zatta, Antonio. L'Isola d'Islanda. 1781.
(31 X 40,4 sm)
Zatta gaf út á árunum 1775-1785 mikið safn
landabréfa í nokkrum bindum sem hann nefndi
Atlante novissimo. í öðru bindi atlassins er sér-
kort af Islandi dregið eftir Homannskortinu.
Zeno, Nicolo (1515-1565). Carta da navegar
de Nicolo et Antonio Zeni fvrono in
tramontana lano M.CCC.LXXX. 1680?
(27,2X37 sm)
Zeno-kortið, eins og það er oftast nefnt, kom
fyrst fyrir sjónir manna í Feneyjum árið 1558
sem hluti höfundarlausrar ferðasögu. Bókin var
síðar eignuð Nicolo Zeno og segir hún m.a. frá
för ættmenna hans, Antonios og Nicolos Zeni,
um norðanvert Atlantshaf árið 1380. Nú þykir
sannað að bæði bólt og kort séu falsrit og sýni
því á engan hátt landfræðiþekkingu 14. aldar.
Menn sjá áhrif margra korta á uppdrætti Zenos.
Þessi eftirmynd Zeno-kortsins er af óræðum
uppruna.
Zorgdrager, Cornelis Gisbert. Nieuwe
Kaart van Ysland. 1720 og seinna.
(17,3 X 27,6 sm)
Zorgdrager var hollenskur skipstjóri sem kom
til íslands árið 1699. Talsverðu síðar ritaði hann
bók um veiðar í Norðurhöfum og löndin þar í
grennd, Bloeyende opkomst der aloude en
hedendaagsche Groenlandsche Visschery, þar
sem hann segir talsvert frá Islandi. Bókinni fylg-
ir sérkort af landinu og er lögun þess sótt til sjó-
korta frernur en almennra landabréfa.
Þorvaldur Thoroddsen (1855-1921).
Geological map of Iceland. 1901. (72x95
sm)
Jarðfræðikort byggt á mælingum Björns Gunn-
laugssonar en með fjölmörgum viðbótum og
leiðréttingum Þorvalds. Hann fór í þessu slcyni
margar rannsóknarferðir um ísland á árunum
1882-1898.
67