Ritmennt - 01.01.1996, Page 72
RITMENNT 1 (1996) 68-85
Kristín Bragadóttir
Eimreiðin
Útgáfa menningartímarits fyrir 100 árum
Bókmennta- og menningartímaritið Eimreiðin sá fyrst dagsins ljós snemma á árinu
1895.1 grein þessari verður henni fylgt eftir fyrstu sex árin og hún einkum slcoðuð
frá bókmenntafélagsfræðilegu sjónarhorni. í þessu skyni voru bréfasöfn Finns Jóns-
sonar, Boga Th. Melsteð og Þorvalds Thoroddsen skoðuð í Konunglega bókasafninu
í Kaupmannahöfn svo og bréfasöfn Valtýs Guðmundssonar, Þorsteins Erlingssonar
og Sigfúsar Blöndal í Landsbókasafni íslands og eru þau lögð til grundvallar hér.
/
Ymiss lconar fjölskyldutímarit nutu
mikilla vinsælda í nágrannalöndunum
við lok síðustu aldar. Útgáfa slíkra rita átti
sér til að mynda langa hefð í Danmörku. Þar
var borgarmenning þegar fastmótuð og út-
gáfa menningartímarita stóð með miklum
blóma. Alhliða dönsk fjölskyldutímarit
vöktu þvílíka athygli og eftirspurn að
danskir útgefendur sáu sér til dæmis hag í
að þýða tímarit sín á sænsku, prenta þau í
Kaupmannahöfn og selja í Svíþjóð.1
Síðustu tugir 19. aldarinnar voru grósku-
miklir í bókmenntum víða um Evrópu. Til
Islands bárust margvíslegir straumar frá út-
löndum, einkum frá Danmörku, og öldum
saman var menningarsaga íslands og Dan-
merkur samantvinnuó. Islenskir mennta-
menn, sem ílenst höfðu í Danmörlcu, áttu
drjúgan þátt í því. í bókmenntum nágranna-
landanna kenndi margra grasa og menn hafa
verið í vandræðum meó að finna þessu
tímabili nafn. Sums staðar er það kennt viö
nýrómantík, sums staðar symbólisma eða
einfaldlega aldarlok (fin de siécle), ellegar
hnignunarstefnu (mal de siécle) vegna þeirr-
ar firringar sem víða einkennir tímahilið
ásamt bölsýni og lífsleiða svo og ýmiss kon-
ar úrkynjun og spillingu.
Aðaleinkenni bólcmennta áranna fyrir og
um aldamótin 1900 er einhvers konar frá-
hvarf frá þeirri raunhyggju og trú á tækni og
vísindi sem einkennt höfðu bókmenntirnar
áratugina á undan. Menn leituðu að öðru
verðmætamati og lögðu þá yfirleitt áherslu
á andlega krafta mannsins og það sem gerist
innra með honum fremur en hinn ytri veru-
leika.
A Islandi gætti elcki sömu bölsýni og úti
í Evrópu. Jarðvegur til breytinga hér var nú
álcjósanlegur. Sjálfsímynd þjóðarinnar varð
jákvæðari á þessum árum. Árin kringum
aldamótin voru tími mikilla þjóðfélags-
1 Eric Johannesson. Den lasande familien, bls. 98.
68