Ritmennt - 01.01.1996, Page 75
RITMENNT
EIMREIÐIN
ritið, einkum þó greinar um náttúrufræði.
Hann var mikilsmetinn og virtur náttúru-
vísindamaður sem skrifaði um sérsvið sitt í
þekkt og vel metin vísindatímarit víða um
heim. Yinátta þeirra Valtýs virðist hafa ver-
ið náin og samvinna góð. Fram kemur í bréf-
um að Valtýr las yfir prófarkir að hinu og
þessu fyrir Þorvald áður en hann birti það.
Greiðasemin var gagnkvæm.
Valtýr skrifaði síðan Þorvaldi þann 10.
janúar 1895 og var að vonum ánægður með
undirtektir landa sinna. Hann var nú búinn
að ná saman nægilegu fé til að hefja útgáf-
una:
Beztu þakkir fyrir brjef þitt og 25 krónurnar til
tímaritsins. feg lcvitta ekki fyrir þær í þetta sinn
öðruvísi en með þessu brjefi, því jeg hef hugsað
mjer að senda öllum, sem hluti eiga í ritinu, síð-
ar meir prentaðar kvittanir eða einskonar hluta-
brjef, en þau eru óprentuð enn, enda hefur enn
þurft lítt á þeim að halda, því þinn hlutur er sá
fyrsti og sá eini, sem ennþá er innborgaður til
mín. En jeg hef loforð fyrir hjer um bil 1000 kr.
og flest allt hjá svo áreiðanlegum mönnum, að
enginn vafi mun á að þær greiðist og vona jeg að
péningunum fari nú að rigna yfir mig - heiman
að með næsta pósti. Hjá þeim, sem cru hjer í
Höfn get jeg fengið peningana þegar jeg vil. [...]
Gjarnan vildi jeg biðja þig að hvetja menn til að
kaupa ritið. Jeg hef samkvæmt leyfi þínu, sem
jeg þakka þjer fyrir, leyft mjer að prýða „medar-
bejder"listann með nafni þínu.6
Útgáfan veróm að veruleika
Fyrsta hefti fyrsta árgangs kom svo út á
fyrsta ársfjórðungi ársins 1895. Það var vel
til þess vandað að öllu leyti. Eimreiðin
minnti að mörgu leyti á tímaritið Sunnan-
fara, sem var alhliða menningartímarit sem
Landsbókasafn.
Eimreiðin átti hauk í horni þar sem hinn þekkti nátt-
úrufræðingur Þorvaldur Thoroddsen (1855-1921) var.
Hann skrifaði brautryðjendarit um landafræði Islands,
jarðfræði og náttúrusögu.
kom einnig út í Kaupmannahöfn á þessum
tíma eða frá árinu 1891, en var þó í minna
broti. A titilblaði fyrsta heftisins stendur:
„Útgefendur: Nokkrir Islendingar" en „Rit-
stjóri: Dr. Valtýr Guðmundsson". Menn
hafa oft velt fyrir sér vali á heiti tímaritsins.
Nafnið Eimreiðin er trúlega til komið af
áhuga ritstjórans á samgöngumálum og
stendur auk þess sem framfaratákn. Hann
6 Bréfasafn Þorvalds Thoroddsen.
71