Ritmennt - 01.01.1996, Page 84
KRISTÍN BRAGADÓTTIR
RITMENNT
Chr. Neuhaus. - I’jóóminjasafn íslands.
Finnur Jónsson (1858-1934) prófessor við Kaupmanna-
hafnarháskóla var vakinn og sofinn við fræðastörf í
þágu íslenskra málefna. Hann var sérlega afkastamik-
ill á ritvellinum og hafði gífurleg áhrif til eflingar nor-
rænna fræða.
Finnur Jónsson prófessor í Kaupmanna-
höfn lagði Eimreiðinni einnig lið framan af
og skrifaði ritgerðir stórar og smáar um
landsmál svo og ritdóma. Sú samvinna end-
ar einnig með vinslitum og verður ekki far-
ió nánar út í þá sálma hér, aðeins nefnt til
að sýna að ritstjórnarferill Yaltýs var æði
stormasamur.
Akkeri Valtýs á þessum árum hvað varð-
aði vinnu við tímaritið var Þorvaldur Thor-
oddsen. Hann lét Valtý hafa margvíslegt
efni í blaðið, mest þó um náttúru íslands, og
eru það afar fræðandi greinar. Þar að auki
skrifaði Þorvaldur ritdóma um bækur sem
féllu undir hans sérsvið. En náttúruvísinda-
maðurinn hafði skoðanir á fleiru en sínu
eigin fræðasviði. Hann hafði líka skoðanir á
skáldskap og fagurfræði. Hann gerir einnig
athugasemdir við málfar í blaðinu og Valtýr
tekur allri gagnrýni hans feginsamlega.
Hann sagði Valtý tæpitungulaust hvað sér
fyndist um ýmislegt sem skáldin létu frá sér
fara. Hann skrifar Valtý meðal annars:
Það er sannarlega gott og þarft verlc af þér að taka
E. B. fyrir, þeir gera hvern annan vitlausan þarna
heima með oflofi fyrir argan leirburð, og E.B. hef-
ir beinlínis dregið dár að fólkinu með vísunum
Sancho Pansa Guðm. Fimbulfamb (...) Hinn
„þétti leir" er ágæt fyndni og ætti að verða orðs-
kviður og nafn á skáldskap E. Ben. (...) Þú átt
miklar þakkir slcilið fyrir þennan ritdóm, en færð
þær nú samt líklega eltki hjá öllum.20
Reyndar átti nefndur Einar Benediktsson
ekki upp á pallborðið hjá fjölmörgum ís-
lendingum. Mönnum þótti hann stirður í
kveðskap sínum og lcvæði hans hreinasta
bull. Hann kom með nýjan og torskilinn
tón inn í bókmenntirnar sem féll víða í
grýttan jarðveg. Það eru fleiri skáld sem fá
að lcenna á afdráttarlausum skoðunum Þor-
valds sem skrifar Valtý enn oftar í þessum
dúr:
Osköp eru þeir orðnir þreytandi þessir skáld-
mæringar hins unga íslands, þessi J.Th. er þó
elcki af þeim lökustu, en Jakob Smári í 2. hefti
20 Bréfasafn Valtýs Guðmundssonar.
80