Ritmennt - 01.01.1996, Page 91

Ritmennt - 01.01.1996, Page 91
RITMENNT HARALDUR SIGURÐSSON Ríkulegastur ávöxtur þeirra er hið mikla ritverk Haralds, Koitasaga íslands, sem kom út í tveimur stórum bindum 1971 og 1978. í tengslum við rannsóknir sínar hafði Haraldur safnað miklu af ritum um kortafræði og sltyld efni. Þau hjónin höfðu fyrir alllöngu tekið þá ákvörðun að færa Landsbókasafni þennan hluta bóka sinna og var skýrt frá gjöfinni við opnun Landsbóka- safns Islands - Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðu 1. desember 1994. Hefur ritunum nú verið komið fyrir í hinum nýju húsa- kynnum þar sem þau mynda mikilsverðan stofn sérstakrar kortadeildar sem verið er að koma upp í bókasafninu. Störf Haralds og áhugamál voru nátengd því besta sem ísland hefur upp á að bjóða. Menningarsagan, bókmenntirnar og ekki síst náttúra landsins og óbyggðir þess voru yndi hans. Haraldur var nátengdur starfi Ferðafélags íslands, ferðaðist mikið á vegum þess, m.a. sem fararstjóri, og lagði Árbók þess lið um áratuga- skeið, bæði sem höfundur og ritnefndarmaður. Milcið orð fór af framgöngu Haralds, úrræðum og fyrirhyggju þegar hann gekk urn landið með félögum sínum fyrr á árurn. Þegar aldur færðist yfir tóku fætur hans að bila en eftir aðgerð á hnjám hélt hann þó uppteknum hætti svo lengi sem hann gat. Og Haraldur naut þess einnig að bregða sér í ferðir til útlanda. Minnist ég þess til að rnynda að hafa hitt hann óvænt klífandi háan turn suður á Ital- íu og var hann þá hátt á áttræðisaldri. Haraldur var í stjórn Bókavarðafélags Islands frá stofnun þess 1960 og til ársins 1969, formaður þess 1965-69. Minnist stétt bókavarða með þakklæti starfa hans fyrir félagið á þessum árum. Haraldur varð margháttaðra viðurkenninga aðnjótandi vegna fræðiiðkana sinna og starfa að félagsmálum. Hann var að verð- ugu sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Islands árið 1980 fyrir hið rnikla ritverk Kortasögu Islands og önnur fræði- störf. Vegna starfa sinna í þágu Ferðafélags Islands var Haraldur kjörinn heiðursfélagi þess á áttræðisafmæli sínu 4. maí 1988 og á sömu tímamótum tileinkaði félagið honum útgáfu á Ferðabók Magnúsar Grímssonar fyrir sumarió 1848. Löngu áður, eða á fimmtugsafmæli Haralds, stóðu vinir hans að afmælisriti hon- um til heiðurs sem nefnist Vorlöng. Slcömmu fyrir andlát Har- alds kjöri Sagnfræðingafélagið hann heiðursfélaga. Áður er getið um þá ráðstöfun þeirra Haralds og Sigrúnar að gefa Landsbókasafni þann hluta bókasafns síns sem lýtur að Haraldur Sigurðsson. Myndin var tekin árið sem hann lét af störfum í Landsbókasafni. 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.