Ritmennt - 01.01.1996, Page 104
RITMENNT 1 (1996) 100-124
Lög
um Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn
Aðdragandi lagasetningar og umfjöllun Alþingis
Einar Sigurðsson tók saman.
Lög nr. 71/1994 um Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn voru samþykkt á
Alþingi 28. apríl 1994 og tóku gildi 11. maí sama ár. Rakinn er aðdragandi lagasetn-
ingarinnar og gerð grein fyrir samningu lagafrumvarpsins og meðferð þess á Alþingi,
m.a. er birt í heild álit menntamálanefndar þingsins. Lögin eru birt grein fyrir grein
og samhliða þeim athugasemdir sem fylgdu lagafrumvarpinu.
Hinu nýja bókasafni, Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni, voru sett lög frá Al-
þingi á vordögum 1994. í þessari samantekt er lýst aódraganda lagasetningarinnar og
skýrt frá þeirri umfjöllun sem lagafrumvarpið fékk á Alþingi og hjá menntamálanefnd þings-
ins. Þá eru lögin sjálf birt og samhliða þeim athugasemdir þær sem fylgdu frumvarpinu þeg-
ar það var lagt fyrir þingið.
Eins og fram kemur hér á eftir í hinum almennu athugasemdum við frumvarpið, hófst
vinna við lagasetninguna á vettvangi Samstarfsnefndar um nýtt þjóðbókasafn, sem mennta-
málaráðherra skipaði 26. janúar 1993. Hinn 2. júní það ár skilaði nefndin ráðuneytinu
skýrslu með skilgreiningu á hlutverki og markmiði hins nýja safns og 19. október skýrslu
um stjórnkerfis- og fjárhagsmálefni safnsins. Þessi gögn voru notuð sem uppistaða í þau drög
að frumvarpi, sem ráðuneytió fól tveimur lögfræðingum að semja.
Frumvarpsdrögin voru afhent menntamálaráöuneyti 15. febrúar 1994. Ráðuneytið sendi
þau háskólaráði til umsagnar meó skírskotun til 7. málsgreinar 2. greinar laga nr. 131/1990
um Háskóla Islands/ og voru þau til umfjöllunar á fundum ráðsins 3. og 10. mars. Umsögn
háskólaráðs var send menntamálaráðherra 11. mars. Ráðið fagnaði frumvarpinu og lýsti
stuóningi við það í öllum meginatrióum.
Frumvarpið tók fáeinum breytingum í meðförum ráðuneytis og ríkisstjórnar og var síðan
lagt fyrir Alþingi ásamt tveimur fylgiskjölum, þ.e. umsögn frá fjárlagaskrifstofu fjármála-
ráóuneytis og skýrslu um Landsbókasafn og Háskólabólcasafn sem Samstarfsnefnd um nýtt
1 Tilvitnuð málsgrein hljóðar svo: „Áður en lögum og reglugerðum, er snerta háskólann eða háskólastofnanir,
verður breytt eða við þau aukið skal leita umsagnar háskólaráðs um breytingar eða viðauka, svo og um nýmæli."
100