Ritmennt - 01.01.1996, Síða 105
RITMENNT
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN
þjóðbókasafn hafði telcið saman árið áður og gefið út í litlu upplagi.2 Frumvarpið var tekið
til 1. umræðu 18. mars og vísað til 2. umræðu og menntamálanefndar 21. mars,3 sem slcil-
aði svofelldu áliti um frumvarpið 20. apríl (ásamt breytingartillögum).4
Álit menntamálanefndar
Nefndin hefur fjallað um málið sem kveður á um sameiningu
Landsbókasafns íslands og Háskólabókasafns í eina stofnun. Á
fundi nefndarinnar komu frá menntamálaráðuneyti Árni Gunn-
arsson skrifstofustjóri, Örlygur Geirsson skrifstofustjóri og Stef- Leitað umsagna
án Stefánsson deildarstjóri, Egill Skúli Ingibergsson, formaður
samstarfsnefndar um nýtt þjóðbókasafn, Einar Sigurðsson há-
skólabókavörður, Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður, Vé-
steinn Ólason, prófessor við Háskóla Islands, Anna Elín Bjarka-
dóttir frá Bókavarðafélagi Islands, Ólöf Benediktsdóttir frá Félagi
bókavarða í rannsóknarbókasöfnum, Guðrún Pálsdóttir frá Fé-
lagi bókasafnsfræðinga, Andrea Jóhannsdóttir og Áslaug Agnars-
dóttir frá Háskólabókasafni, Sjöfn Kristjánsdóttir og Ingibjörg
Gísladóttir frá Landsbókasafni.
Þá studdist nefndin við umsagnir frá Bókavarðafélagi íslands,
Félagi bókasafnsfræðinga, Félagi bókavarða í rannsóknarbóka-
söfnurn, Háskóla íslands, Háskólanum á Akureyri, Kennarahá-
skóla íslands, Landsbókasafni íslands, Sigurði Líndal, prófessor
við Háskóla íslands, starfsmönnum Háskólabókasafns og Lands-
bókasafns og Vísindaráði.
Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breyt-
ingum sem gerðar eru tillögur um á sérstöku þingskjali.
1
í fyrsta lagi er lögð til sú breyting að safnið beri heitið „Lands- Nafn stofnunarinnai
bókasafn íslands Háskólabókasafn".5 Erfitt er að mæla fyrir urn
2 Landsbókasafn og Háskólabókasafn. Greinargcrð um stöðu og starfsemi safn-
anna vegna sameiningar þcirra. Bráðabirgðaútgáfa. Rv., Samstarfsnefnd um
nýtt þjóðbókasafn, desember 1993. 44 bls.
3 Sjá Alþingistíðindi 1993-94 (117. löggjafarþingj B, 5762-83, 5839.
4 Sjá Alþingistíðindi 1993-94 (117. löggjafarþingl A, 4594-97.
5 Fyrri tillögur um heiti stofnunarinnar voru sem hér segir: í fyrstu forsögn um
byggingu Þjóðarbókhlöðu, nóvember 1971, er vikið að heiti hinnar nýju stofn-
unar með svofelldum hætti: „Nafnsögu Landsbókasafns hefur Páll E. Ólason
101