Ritmennt - 01.01.1996, Blaðsíða 109
RITMENNT
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN
Frumvarpið var tekið til 2. umræðu 26. apríl,10 en 3. umræðu og afgreitt sem lög frá Alþingi
28. apríl.11 Lögin öðluðust gildi 11. maí 1994.
Hér á eftir verða lögin birt í heild sinni ásamt athugasemdum um einstakar greinar, en
fyrst fara almennar athugasemdir um frumvarpið eins og þær komu frá höfundum þess.
Almennar athugasemdir
I
Frumvarpi því sem hér liggur fyrir er ætlað að rnynda lagagrund-
völl fyrir hið nýja bólcasafn sem stofnað er til með sameiningu
Landsbókasafns Islands og Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðu.
Aðalatriði frumvarpsins eru þessi:
1
Bólcasafnið er sjálfstæð háskólastofnun, sem ætlað er að vera í
senn þjóðbókasafn og háskólabókasafn. Þetta er meginatriði,
sem aldrei má missa sjónar af. Hversu til tekst um þetta mark- Sjálfstæð
mið ræðst ekki eingöngu af lagabókstaf, heldur miklu frekar af háskólastofnun
markvissri framkvæmd.
2
Þjóðbókavörður er æðsti yfirmaður innan bókasafnsins, en safn-
stjórn hefur eftirlit með starfsemi þess. Leitast er við að treysta
tengsl við háskólann með því að í fimm manna stjórn sitji tveir Stjórn safnsins
stjórnarmenn samkvæmt tilnefningu háskólaráðs. Þá situr í
stjórninni einn fulltrúi vísinda- og rannsóknarstarfseminnar í
landinu og annar fulltrúi að tilnefningu Bókavarðafélags íslands.
Starfsmenn eiga áheyrnarfulltrúa í stjórn, en auk þess er gert ráð
fyrir svonefndu safnráði, sem yrði samráðsvettvangur yfirmanna
safnsins og forstöðumanna deilda þess.
10 Sjá Alþingistíðindi 1993-94 (117. löggjafarþing) B, 7188-99, 7280-81.
11 Sjá Alþingistíðindi 1993-94 (117. löggjafarþing) A, 4801-04 (frumvarp til laga
um Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn, eftir 2. umræðu), 4119 (breyt-
ingartillaga við frumvarpið), 4929 (2. grein laganna með breytingu), B, 7363-
64 (atkvæðagreiðsla).
105