Ritmennt - 01.01.1996, Page 110
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN
RITMENNT
3
ftarleg ákvæði eru urn hlutverk og markmið bókasafnsins, en
fyrst og fremst er stefnt að því að safnið geti orðið nútímalegt
bókasafn í stöðugri þróun með fjölþættri upplýsingaþjónustu
Hlutverk og markmið fyrir háskólann og samfélagið í heild. í kaflanum um þetta efni
er enn lögð áhersla á að hlutverk safnsins sé í meginatriðum tví-
þætt, en um leið að það sé ein samstæð heild.
4
í ákvæðinu um fjármál safnsins er lögð áhersla á, að rekstur
safnsins sé ekki alfarið borinn uppi af beinum fjárframlögum úr
Fjármál ríkissjóði, heldur leggi háskólinn sinn skerf til rekstrarins, en
með því nróti er leitast við að treysta tengsl bókasafnsins við há-
skólann og undirstrika mikilvægi safnsins fyrir háskólasamfé-
lagið. Rétt er að hafa í huga, að 5000 nemendur, um 500 fastir
kennarar og sérfræðingar og um Í000 stundakennarar verða
þurftafrekustu viðskiptavinir safnsins. Þeir hafa vart tök á að
fara frarn á viðhlítandi þjónustu í safninu, ef þeir greiða ekkcrt
fyrir hana. Framlag háskólans yrði í samræmi við þá stefnu, að
sá sem óskar tiltekinnar þjónustu, verður að hafa vitund um
kostnað hennar. Því er farsælast, að háskólinn beini hluta af fjár-
veitingu sinni til bókasafnsins og hún skoðist sem endurgjald
fyrir ritakaup og þá þjónustu, sem hann nýtur hjá safninu. Bein
fjárveiting til reksturs Þjóðarbókhlöðu mun hins vegar standa
undir öðrum ritakaupum og þjónustu safnsins við almenning. Þá
skipta og nokkru máli ákvæði um heimild til töku þjónustu-
gjalda fyrir ákveðna þætti þjónustunnar og ákvæði um heimild
til að semja við utanaðkomandi aðila um að annast ýmsa þjón-
ustu, sem safninu er ætlað að rækja.
5
Um starfsmannamál er ákvæði til bráðabirgða. Um skýringar á
því vísast til athugasemda við einstakar greinar frumvarpsins, en
Starfsmannamál rétt er að benda á, að sökum hinnar auknu og víðfeðmu starf-
semi bókasafnsins samkvæmt þessu frumvarpi eru ekki líkur á
að fækka megi starfsmönnum safnsins, heldur hið gagnstæða.
Sameining tveggja af meginsöfnum landsins, Landsbókasafns
íslands og Háskólabókasafns, ætti að auka hagkvæmni og skil-
virkni í rekstri, en ekki er síður mikilsvert, að hinu nýja þjóð-
106