Ritmennt - 01.01.1996, Side 112
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN
RITMENNT
Nefnd um sameiningu
1966
B ygginga rs jóóur
safnhúss 1967
Lóð ákveöin
Höfuðminnisvarði
byggðarafmælis 1974
3
að nú þegar verði svo náið samstarf upp tekið milli Landsbólca-
safns og Háskólabókasafns sem við verður komið að áliti for-
ráðamanna þeirra, og hliðsjón höfð af væntanlegri sameiningu
safnanna."
í júní 1966 skipaði menntamálaráðherra enn nefnd „til að at-
huga, hversu málum vísindalegra bókasafna verði skipað hér á
landi til frambúðar þ. á m. um tengsl Háskólabókasafns og
Landsbókasafns". Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri var formað-
ur nefndarinnar. Nefndin skilaði áliti síðla sumars 1966 og
mælti eindregið með því, að þingsályktun um sameiningu safn-
anna frá 1957 yrði fram fylgt og bókasafnshús reist í næsta ná-
grenni við háskólann.
Arið 1967 var stofnaður Byggingarsjóður safnhúss með litlu
byrjunarframlagi. Sjóður þessi var síðar kallaður Byggingarsjóður
Þjóðarbókhlöðu.
Á 150 ára afmæli Landsbókasafns 28. ágúst 1968 sltýrði Gylfi
Þ. Gíslason menntamálaráðherra frá því, að nýju bókasafnshúsi
hefði verið ákveðinn staður á svæðinu við Birkimel nálægt
Hringbraut, en hinn 30. júlí 1971 samþykkti borgarráð allt að
20.000 fermetra lóð á umræddum stað.
Á afmælinu var skýrt frá því, að þjóðhátíðarnefnd sú, er Al-
þingi slcipaði 1966 til að gera tillögur um það, á hvern hátt ís-
lendingar skyldu minnast ellefu alda afmælis Islandsbyggðar
1974, hygðist leggja til, að þjóðbókasafnsbygging yrði reist sem
höfuðsminnisvarði þeirra merku tímamóta.
I nýjum lögum um Landsbókasafn íslands, sem samþykkt
voru á Alþingi vorið 1969 (lög nr. 38/1969), voru sett svofelld á-
kvæði er lúta að samtengingu Háskólabókasafns og Landsbóka-
safns (8. grein):
„Háslcóli Islands varðveitir Háskólabókasafn í Landsbólca-
safni undir yfirstjórn landsbókavarðar, er ný þjóðbókhlaða skap-
ar skilyrði til þess, jafnframt því sem stofnanir Háskólans hafa
söfn í sinni vörzlu.
Öflun erlendra rita og þjónusta í háskólaþarfir skal fara fram
sameiginlega í samræmi við 2. tölulið 2. greinar aulc 6., 7., 12. og
14. greinar. Miðist starfræksla þessi við handbóka- og námsþarf-
108