Ritmennt - 01.01.1996, Qupperneq 114
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN
RITMENNT
Fyrsta gerð forsagnar
1971
Dráttur á fram-
kvæmdum
1.079.214.000, og er þess getið, að vísitala hvers árs í framreikn-
ingi sé meðaltalsvísitala ársins.
Samkvæmt ríkisreikningi 1992 var á því ári varið kr.
185.072.000 til Þjóðarbókhlöðu og á árinu 1993 samlcvæmt upp-
lýsingum ríkisbókhalds kr. 373.600.000. Eða samtals frá upphafi
til ársloka 1993 kr. 1.637.886.000, en að viðbættu 53 millj. kr.
framlagi frá Háskóla Islands árið 1990 vegna tölvuvæðingar, kr.
1.690.886.000.
Inni í ofangreindum tölum er m.a. kostnaður við rekstur húss-
ins allan þann tíma, sem það hefur verið í byggingu. Áætlað er,
að kostnaður við að ljúka bókhlöðunni, innréttingum hennar og
búnaði, svo og við flutning safnanna, nemi um 650 millj. kr. á
verðlagi ársins 1994.
III
Hér á undan var lýst í aðalatriðum þeirri stefnumörkun stjórn-
valda, að sameina bæri Landsbókasafn og Háskólabókasafn.
Undirbúningur nýbyggingarinnar hófst á vegurn byggingarnefnd-
ar og forráðamanna safnanna um 1970 og var fyrsta gerð forsagn-
ar um hana birt 1971.
Það varð fljótlega ljóst, að þeim markmiðum, sem að var
stefnt með ákvörðuninni um sameiningu safnanna, yrði ekki
náð nema þau yrðu sameinuð til fulls, þannig að um eina stofn-
un yrði að ræða, sem gegndi hinu tvíþætta hlutverki, að vera í
senn þjóðbókasafn og bókasafn Háskóla Islands, en núverandi
stofnanir legðust með öllu niður. Með þessum hætti yrði um að
ræða eitt heildstætt safn bæði í vitund og framkvæmd. Skipu-
lagning starfseminnar skyldi og miðast við haglcvæmni, örugga
umhirðu þjóðarverðmæta og þjónustuvilja. Byggingin var á sín-
um tíma hönnuð þannig, að hún svaraði sem best ofangreindum
markmiðum, en væri jafnframt sveigjanleg að formi, þannig að
tiltölulega auðvelt væri að nýta hana við breytilegar aðstæður.
Eins og kunnugt er stóð húsið árum saman óinnréttað, og þeg-
ar til þess kom að ljúka innri hönnun og framkvæmdum, höfðu
forsendur að mörgu leyti breyst, einkum um allt það er lýtur að
beitingu tækni við bókasafnsrekstur og upplýsingamiðlun. Segja
má því, að skrifa hafi þurft flestar forsagnir um bygginguna að
nýju.
110