Ritmennt - 01.01.1996, Page 115
RITMENNT
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN
IV
Undirbúningur þessa lagafrumvarps hefur verið með þeim hætti
að menntamálaráðuneytið skipaði hinn 26. janúar 1993 sam-
starfsnefnd um nýtt þjóðbókasafn og eiga sæti í lienni: Finnbogi
Guðmundsson landsbókavörður og Ögmundur Helgason deildar-
stjóri, samkvæmt tillögu Landsbólcasafns, Þórir Ragnarsson að-
stoðarháskólabókavörður og Þorsteinn I. Sigfússon prófessor, til-
nefndir af Háskólabólcasafni, Stefán Stefánsson deildarstjóri og
Egill Slcúli Ingibergsson verkfræðingur, formaður, en ritari
nefndarinnar hefur verið Einar Sigurðsson háskólabókavörður.
Eitt af verkefnum nefndarinnar hefur verið „að skila áliti um
einstaka efnisþætti vegna undirbúnings laga og reglugerðar um
hið nýja þjóðbókasafn, eftir því sem ráðuneytið kann að rnælast
til við nefndina". I framhaldi af því fól ráðuneytið nefndinni að
fjalla um skilgreiningu á hlutverki og markmiði hins nýja safns
og að segja fyrir um efnisatriði varðandi stjórnkerfi og fjárhags-
málefni safnsins.
Þeir Knútur Hallsson fv. ráðuneytisstjóri og Páll Hreinsson
lögfræðingur hafa síðan unnið að því að færa hugmyndir nefnd-
arinnar í frumvarpsform og ganga frá öðrum þáttum frumvarps-
ins. Fáeinar breytingar á frumvarpsdrögunum voru gerðar í
menntamálaráðuneytinu.
Samstarfsnefnd um nýtt þjóð-
bókasafn. Frá vinstri:
Finnbogi Guðmundsson, Þor-
steinn I. Sigfússon, Stefán
Stefánsson, Egill Skúli
Ingibergsson (formaður),
Einar Sigurðsson (ritari nefnd-
arinnar), Þórir Ragnarsson
og Ögmundur Helgason.
Samstaifsnefnd. um
nýtt þjóðbókasafn 1993
111