Ritmennt - 01.01.1996, Page 117
RITMENNT
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN
Hér á eftir fer texti laganna ásamt athugasemdum. Lagagreinarnar eru birtar í
vinstra dálki. í hægra dálki eru athugasemdir eins og þær birtust með frumvarpinu,
nema vikið hefur verið til orðum eða fellt úr í samræmi við þær breytingar sem
gerðar voru á texta frumvarpsins í meðförum þingsins. Þess er jafnframt gætt að
merking raskist elcki né efnisatriði fari forgörðum.
Lög nr. 71/1994 um Landsbókasafn
íslands - Háskólabókasafn
I. kafli. Stjórnsýsla
1. grein
□ Landsbókasafn ísiands - Háskólabóka-
safn er sjálfstæð háslcólastofnun með sér-
staka stjórn og heyrir stjórnarfarslega undir
menntamálaráðherra.
2. grein
□ Menntamálaráðherra skipar fimm menn í
stjórn bólcasafnsins til fjögurra ára í senn
svo sem hér segir: Tvo að tilnefningu há-
skólaráðs, einn að tilnefningu Rannsóknar-
ráðs íslands, einn að tilnefningu Bókavarða-
félags íslands og einn án tilnefningar. Vara-
menn skulu skipaðir með sama hætti.
Athugasemdir við einstakar greinar
og kafla laganna
Um 1. kafla
I þessum kafla er fjallað um stöðu Landsbókasafns ís-
lands - Háskólabókasafns í stjórnsýslukerfinu svo og
innri stjórnsýslu bókasafnsins.
Um 1. grein
I 1. grein laganna er mælt fyrir um stöðu Landsbóka-
safns Islands - Háskólabókasafns í stjórnsýslukerfinu,
en þar kernur fram að bókasafnið heyri stjórnarfarslega
undir menntamálaráðherra. í ákvæðinu kemur einnig
fram að um sé að ræða sjálfstæða háskólastofnun með
sérstaka stjórn. Þýðing þess að lögum felst m.a. í því
að ákvarðanir stjórnar bókasafnsins verða ekki bornar
undir menntamálaráðherra með stjórnsýslukæru. Þá
getur ráðherra ekki gefið stofnuninni bindandi fyrir-
mæli um úrlausn mála, nema hafa til þess lagaheim-
ild. Þar sem hér er um að ræða menningarstofnun sem
gegnir vörslu- og þjónustuhlutverki en tekur sjaldnast
ákvarðanir um réttindi og skyldur manna, þykir eðli-
legast að stjórnarfarsleg staða bókasafnsins sé með
þessum hætti.
I ákvæðinu kemur fram, að bókasafnið teljist há-
skólastofnun. Með þessu er lögð áhersla á náin starfs-
tengsl bókasafnsins við Háskóla íslands, en annað
meginhlutverk safnsins er að vera háskólabókasafn,
sbr. 6. grein laganna og endurspeglast það í mark-
rniðum safnsins, sbr. t.d. 10.-12. tölulið 7. greinar lag-
anna. Þá tilnefnir háskólaráð tvo menn í stjórn safns-
ins, sbr. 2. grein laganna.
Urn 2. grein
í 2. grcin laganna er fjallað um skipan stjórnar bóka-
safnsins svo og meginstarfsskyldur stjórnar.
í 1. málsgrein er kveðið á um það, að fjórir stjórn-
armenn verði skipaðir af ráðherra að fenginni tilnefn-
ingu, en ráðherra skipi einn mann án tilnefningar.
í 2. málsgrein kemur frarn að ráðherra skipi einn
stjórnarmanna formann og annan varaformann. í því
felst að ráðherra hefur þá að öllu leyti frjálst val um
8
113