Ritmennt - 01.01.1996, Síða 119
RITMENNT
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN
næstu áratugum, m.a. vegna tæknilegra framfara, þyk-
ir nauðsynlegt að hafa svigrúm til þess að ákveða
deildaskiptingu og starfshætti bókasafnsins í reglugerð
svo að hægt verði að aðlagast breyttum aðstæðum án
þess að grípa þurfi til lagabreytinga.
I 5. grein laganna kemur einnig fram að í reglugerð
skuli kveðið á um safnráð er skipað verði yfirmönn-
um bókasafnsins og forstöðumönnum deilda þess.
Ætlunin er að safnráð verði samráðsvettvangur þeirra
sem gegna fyrrnefndum stjórnunarstöðum.
II. lcafli. Hlutverk og markmið
6. grein
□ Bókasafnið er þjóðbókasafn og bókasafn
Háskóla íslands.
□ Safnið er rannsólcnarbókasafn sem skal
halda uppi ávirkri og fjölþættri upplýsinga-
þjónustu á sviði vísinda og fræða, stjórn-
sýslu og atvinnulífs.
7. grein
□ Hlutverk bókasafnsins er m.a.:
1. Að viða að sér gögnum í prentuðu formi
eða á öðrum miðlum, slcrá þau og búa í
hendur notendum.
Um II. kafla
I II. kafla laganna er fjallað um hlutverk og markmið
safnsins. í 6. grein kemur fram höfuðhlutverk bóka-
safnsins, en í 7. grein er það tíundað nánar.
Um 6. grein
16. grein kemur fram að bókasafnið sé í senn þjóðbóka-
safn og bókasafn Háskóla íslands. Við nánari afmörk-
un á hlutverki safnsins ber því m.a. að líta til þeirra
starfa sem þjóðbókasöfnum og háskólabókasöfnum
eru almennt falin.
Það sem m.a. einkennir þjóðfélög Vesturlanda er
mikill vöxtur upplýsinga, hröð þróun upplýsingatækni
og hvers kyns fjarskipta, síflóknara samfélagskerfi og
vaxandi mikilvægi vísindalegrar þekkingar. Það er því
mikilsvert að rnarka hinu nýja safni þá stöðu og skapa
því þá ímynd sem samræmist margþættu hlutverki
þess og viðtækum skyldum í upplýsingasamfélagi
komandi aldar. Bókasöfn munu í vaxandi rnæli tengj-
ast upplýsingalindum utan eigin veggja, svo sem öðr-
um bókasöfnum, upplýsingastofnunum og gagnasöfn-
um. Þau verða þannig í og með hlekkur milli hins al-
menna notanda og þeirra efnismiklu og flóknu upplýs-
ingakerfa sem í boði eru. Jafnframt því sem þjóðbóka-
safninu er þannig ætlað framsækið og metnaðarfullt
þjónustuhlutverk ber því að varðveita af kostgæfni
drjúgan hluta menningararfs þjóðarinnar og vernda
hann fyrir eyðandi áhrifum umhverfisins.
Ákvæði laganna um hlutverk safnsins, svo og þær
skýringar sem hér fara á eftir við 7. grein laganna, ber
að skoða í ljósi þessara skyldna.
Um 7. grein.
Um 1. tölulið. Tekið er tillit til þess að bókasöfn afla
nú ekki einungis prentaðra rita heldur einnig margvís-
legra gagna á nýrri miðlum. Nefna má í þessu sam-
bandi hljóðrit, örfilmur, myndrit, geisladiska og efni í
tölvutæku formi af ýmsu tagi.
115