Ritmennt - 01.01.1996, Page 120
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN
RITMENNT
2. Að þaulsafna íslenskum gögnum, m.a.
með viðtöku skylduskila, svo og að afla er-
lendra gagna er varða íslensk málefni.
3. Að varðveita handritasöfn þau sem stofn-
að hefur verið til, sbr. 2. málsgrein 14.
greinar, vinna að frekari söfnun og rann-
sóknum íslenskra handrita og samsvarandi
efnis á nýrri miðlum. Hið sama á við um
hliðstætt erlent efni sem varðar Island.
Gagnanna er aflað með kaupum, skylduskilum,
viðtöku gjafa og ritaskiptum.
Aðilar sem Háskólabókasafn hefur verið í ritaskipt-
um við eru um 500 og skiptaaðilar Landsbókasafns eru
á annað hundrað. Ritaskiptasendingar til og frá söfn-
unum nema þúsundum á ári. Þarna er að verulegu
leyti um að ræða efni sem ekki er á almennum mark-
aði og erfitt væri að afla eftir þeirri leið. Sumpart eru
ritaskipti líka hagsmunamál fyrir þjóðir sem hafa ekki
gjaldeyrisráð til að kaupa rnikið af bókum. Eðlilegt er
því að safnið haldi uppi þessari starfsemi í þeim mæli
sem því er hagfellt eða það telur nauðsynlegt.
Landsbókasafn, og í nokkrum mæli Háskólabóka-
safn, hafa verið viðtökuaðilar að erlendu stjórnar-
prenti eða efni frá fjölþjóðastofnunum sem ísland er
aðili að. Sem þjóðbókasafn mun safnið rækja þennan
þátt í nokkrum mæli en gæta þess þó að ekki komi til
óþarfa tvíverknaðar, fái aðrar stofnanir sent sama efni.
Einnig ber safninu að fylgjast með því hvað af þessu
efni er fáanlegt sem örgögn eða á geisladiskum svo að
rými sé ekld sóað að óþörfu.
Um 2. töluliö. Gildandi lög um skylduskil til safna eru
nr. 43 frá 16. maí 1977 og þarfnast endurskoðunar,
m.a. vegna nýrra miðla og breyttrar tækni við fjölföld-
un gagna og miðlun upplýsinga. í lögunum er ákvæði
um afhendingu á hljómplötum og annars konar tón- og
talupptökum sem gefnar eru út. Hins vegar eru þar
ekki ákvæði um afhendingu á neins konar efni frá ljós-
vakamiðlum, hvorki tón- eða talupptökum né efni á
myndmiðlum. Við endurskoðun laga um skylduskil
mundi væntanlega kveðið á um verkaskiptingu milli
stofnana um öflun og varðveislu hins margvíslega efn-
is á þessu sviði.
Sem þjóðbókasafn hefur bókasafnið rikar skyldur
um söfnun á öllu prentuðu máli íslensku eða því, sem
íslensk málefni varðar á hvaða tungu sem er. Sé ekki
kostur frumrita, skulu fengnar af þeim filmur eða ann-
ars konar afrit, eftir því sem auðið er.
Um 3. töluliö. Það gerist nú æ algengara að höfundar
semji rit sín beint á tölvu og munu ritverk því að vissu
marki verða afhent handritadeild í véllæsu formi.
Varðandi verkaskiptingu um viðtöku gagna reynir
helst á samráð við Stofnun Árna Magnússonar á ís-
landi, svo og Þjóðskjalasafn íslands og önnur skjala-
söfn. f því efni verður fremur að treysta á samvinnu að-
ila en ætla sér að draga í lögum nákvæmar markalínur,
sbr. þó það sem segir í 5. grein laga um Þjóðskjalasafn
frá 1985 og skýringum við hana, svo og í reglugerð um
116