Ritmennt - 01.01.1996, Page 124
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN
RITMENNT
16. Að vera landsmiðstöð fyrir millisafna-
lán.
17. Að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi á
sviði rannsóknarbókasafna og upplýsinga-
mála.
18. Að stuðla að fræðslu- og menningar-
starfsemi, m.a. með því að standa að fyrir-
lestrahaldi, sýningum og listviðburðum.
nefndar um upplýsingamál, með aðild bókafulltrúa
ríkisins. Með tölvuvæðingu gagnasafna verður það æ
brýnna að koma einnig upp alhliða efnisorðaskrá á ís-
lensku. Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn býr
yfir mestri þekkingu og reynslu á þessum sviðum og á
líka mestra hagsmuna að gæta vegna þess hlutverks
sem því er ætlað varðandi uppbyggingu gagnasafna.
Það er því æskilegt að það hafi forystu um þá sam-
vinnu sem vera þarf um þessi samræmingar- og stöðl-
unarverkefni.
Bókasafnið mun einnig halda uppi sem öflugastri
þjónustu við notendur varðandi heimildaleitir (tölvu-
leitir) í erlendum gagnasöfnum, sbr. 10. tölulið. Safn-
inu ber að hafa frumkvæði að því að talca upp og kynna
nýjungar á þessu sviði, jafnvel gegna um það formlegu
ráðgjafarhlutverki, svo sem tíðkast um hinar svoköll-
uðu DIANE-miðstöðvar í grannlöndunum (DIANE =
Direct Information Access Network for Europe).
Geisladiskar (CD-ROM) bæta upp og koma að nokkru
leyti í staðinn fyrir tölvuleitir og mun safnið kapp-
kosta að gera mönnum notin af þeim sem auðveldust,
m.a. með því að nettengja geisladiskastöðvarnar. Þá
hlýtur safnið að hyggja að því hvenær tímabært sé að
það gangist sjálft fyrir útgáfu efnis á geisladiskum svo
sem á þjóðbókaskránni og öðrum bókfræðigögnum,
ellegar efni sem lesið er inn í tölvutækt form með
skönnun, en beitingu þeirrar tækni fleygir nú fram.
Einnig gæti verið um það að ræða að safnið hvetti aðra
aöila til útgáfu á geisladiskum.
Um 16. tölulið. Háskólabókasafn hefur um árabil
verið landsmiðstöð varðandi sendingu islensks efnis í
millisafnalán til erlendra bókasafna. Landsbókasafn ís-
lands - Háskólabókasafn hlýtur að rækja þá skyldu
áfram. Þá eru og millisafnalán fjölþættari og umfangs-
rneiri í þessu safni en nokkru öðru hérlendis og það er
bctur búið að hjálpargögnum til að verða við erfiðum
beiðnum. Þróun tæknilegra aðferða við að sinna milli-
safnalánum og flýta afgreiðslu þeirra er ákaflega hröð
og er eðlilegt að safnið gegni forystuhlutverki og hafi á
hendi ráðgjöf um þessi atriði.
Um 17. tölulið. Safninu ber sem þjóðbókasafni og
bókasafni stærsta háskóla landsins að eiga samstarf
við hliðstæðar stofnanir erlendis og vera í fyrirsvari á
landsvísu um ákveðna þætti upplýsingamála almennt.
Um 18. tölulið. Þessu markmiði er sumpart sinnt með
þeirri almennu þjónustu sem safnið veitir. Einnig
gengst það fyrir samkomum eða sýningum í húsa-
120