Ritmennt - 01.01.1996, Síða 125
RITMENNT
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓICASAFN
□ Kveðið skal nánar á um hlutverk bóka-
safnsins í reglugerð.
III. kafli. Fjárhagsmálefni
8. grein
□ Kostnaður við rekstur bókasafnsins greið-
ist úr ríkissjóði. Þá skal hluti af fjárveitingu
til Háskóla íslands renna árlega til bólca-
safnsins samkvæmt sérstöku samkomulagi
rnilli bókasafnsins og Háskólans.
□ Rekstur, endurnýjun og viðhald fast-
eigna, búnaðar og tækja greiðist úr ríkis-
sjóði og er sérstakur fjárlagaliður.
9. grein
□ Heimilt er að bjóða út vissa þætti í starf-
semi bókasafnsins, svo sem veitingarekst-
ur, ákveðin verkefni á vegum bókbands-
stofu, viðgerðarstofu, myndastofu o.fl.
□ Stjórn bókasafnsins er einnig heimilt að
semja við aðrar stofnanir um að annast
álcveðna þjónustu sem bólcasafninu er að
lögum falið að rælcja.
kynnum safnsins, ýmist eitt sér, í félagi við aðra, eða
lætur einungis aðstöðuna í té. Enn fremur getur verið
um það að ræða að safnið eigi aðild að menningarvið-
burðum sem fara fram utan húsakynna bókasafnsins.
í 2. málsgrein 7. greinar laganna er mælt svo fyrir að
kveðið skuli nánar á um hlutverk safnsins í reglugerð.
í því sambandi er rétt að minna á að gengið er út frá því
að safninu beri að veita stuðning því víðtæka og vax-
andi endurmenntunarstarfi sem Háskóli íslands held-
ur uppi. Enn fremur ber að taka tillit til fjarkennslu
sem eflaust á fyrir sér að aukast, m.a. vegna tæknilegra
nýjunga í fræðslustarfinu. Er ætlunin að nánar verði
kveðið á urn þessi atriði í reglugerð.
Um III. kafla
í III. kafla er fjallað um ýmis málefni er lúta að fjármál-
um bókasafnsins, svo og heimild til setningar stjórn-
valdsfyrirmæla.
Urn 8. grein
Kostnaði við rekstur bókasafnsins er skipt upp í tvo
meginþætti. Annars vegar er um að ræða rekstur, end-
urnýjun og viðhald fasteigna, búnaðar og tækja, sem
skal greiddur úr ríkissjóði. Er ætlunin að þetta verði
sérstakur fjárlagaliður. Hins vegar er um að ræða
kostnað við rekstur bókasafnsins. Er þar ætlunin að
auk beinna framlaga úr ríkissjóði renni hluti af fjár-
veitingu Háskóla íslands, að undanskildum sértekjum,
til bókasafnsins, þ.e. til ritakaupa og almennrar þjón-
ustu. Á móti fær Háskóli íslands almenna þjónustu frá
bókasafninu sem eklci er háð gjaldskrá. Af fjárveiting-
um til Háskóla Islands renna nú um 4% til Háskóla-
bókasafns og hefur Háskóli íslands sett sér það mark-
mið að hlutfallið hækki í 6% á næstu árum. Gengið er
út frá því að þessar upphæðir verði til viðmiðunar í
væntanlegu samkomulagi milli Háskóla Islands og
bókasafnsins.
Um 9. grein
Til þess að stuðla að hagkvæmni í rekstri bókasafnsins
er veitt sérstök heimild til þess að hjóða út vissa þætti
í starfi safnsins. Þá er safninu einnig veitt heimild til
þcss að sernja við aðrar stofnanir um að annast á-
kveðna þjónustu fyrir sig. Dæmi um það er nýlegt
samkomulag Háskóla íslands og Ríkisspítala um að
Bókasafn Landspítala annist að hluta til bókasafns-
þjónustu við vissar greinar læknadeildar gegn um-
sömdu framlagi af hálfu Háskólans.
121