Ritmennt - 01.01.1996, Page 127
RITMENNT
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN
□ í reglugerð má ákveða viðurlög við brot-
um notenda á reglurn bókasafnsins.
13. grein
□ Lög þessi öðlast þegar gildi. Bókasafnið
slcal taka til starfa 1. desember 1994.
□ Lög um Landsbókasafn íslands, nr.
38/1969, falla úr gildi 1. desember 1994.
□ Hinn 1. desember 1994 breytast eftirfar-
andi lagaákvæði:
1.1. málsliður 1. málsgreinar 4. greinar laga
um Háskóla íslands nr. 131/1990, orðast
svo: í háskólaráði eiga sæti rektor, forsetar
háskóladeilda, tveir fulltrúar, kjörnir til
tveggja ára í senn í skriflegri atkvæða-
greiðslu á vegum Félags háskólakennara úr
hópi þeirra félagsmanna sem ekki eru kjör-
gengir til starfa deildarforseta, og fjórir full-
trúar stúdenta, lcjörnir hlutfallskosningu í
sérstökum kosningum til tveggja ára í senn.
Kjörinn skal einn fulltrúi Félags háslcóla-
kennara og tveir fulltrúar stúdenta árlega.
Einnig eiga setu á fundum ráðsins háskóla-
ritari, landsbókavörður og einn kjörinn full-
trúi starfsmanna í stjórnsýslu Háskólans.
2. í 1. málsgrein 36. greinar laga um Há-
slcóla íslands, nr. 131/1990, falla niður orð-
in „svo sem háskólabókasafni".
3.7. málsgrein 36. greinar laga um Háslcóla
íslands, nr. 131/1990, fellur niður.
4. I 2. málsgrein 8. greinar laga um Þjóð-
skjalasafn Islands, nr. 66/1985, fellur niður
oröið „Landsbókasafns". í þess stað kemur:
Landsbókasafns Islands - Háskólabóka-
safns.
□ Auk þess eru öll lagaákvæði sem fá ekki
samrýmst lögum þessum úr gildi numin.
Um 13. grein
I 13. grein er mælt fyrir um brottfall laga og laga-
ákvæða sem eru ósamrýmanleg þessum lögum.
123