Ritmennt - 01.01.1996, Page 128
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN
RITMENNT
Ákvæði til bráðabirgða
14. grein
□ Öll störf í Landsbókasafni íslands og
Háskólabókasafni eru lögð niður frá 30.
nóvember 1994. Um rétt starfsmanna fer
samkvæmt 14. grein laga um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins; nr. 38/1954.
□ Allar bækur, handrit og önnur gögn
Landsbólcasafns Islands og Háskólabóka-
safns slculu verða eign Landsbókasafns
íslands - Háslcólabókasafns hinn 1. desem-
ber 1994.
□ Ákvæði um Landsbókasafn íslands og
Háslcólabókasafn í lögurn um skylduskil til
safna, nr. 43/1977, skulu eiga við Lands-
bókasafn Islands - Háskólabókasafn frá og
með 1. desember 1994.
□ Stofnlcostnaður Landsbókasafns íslands -
Háskólabókasafns greiðist úr rílcissjóði.
□ Strax eftir að lög þessi hafa tekið gildi
skal stjórn bókasafnsins skipuð. Staða
landsbókavarðar skal auglýst laus til um-
sóknar með fjögurra vikna fyrirvara svo
fljótt sem því verður við komið.
□ Þá skulu stöður annarra starfsmanna
safnsins auglýstar lausar til umsóknar við
fyrstu hentugleika.
Um 14. grein
í 14. grein er lagt til, að lögfest verði nokkur ákvæði til
bráðabirgða.
Samkvæmt 1. málsgrein skulu öll störf í Lands-
bókasafni íslands og Háskólabókasafni lögð niður frá
30. nóvember 1994. Um réttindi þessara starfsmanna
fer samkvæmt 14. grein laga nr. 38/1954 um réttindi
og skyldur starfsmanna ríkisins. Starfsmennirnir eiga
því að öðru jöfnu rétt til þeirra staðna sem stofnaðar
vcrða hjá hinu nýja bókasafni samkvæmt 2. málsgrein
14. greinar laga nr. 38/1954. Ef starfsmaður fær ekki
starf hjá hinu nýja safni á hann rétt á föstum launum
sem starfa hans fylgdu, í 6 mánuði frá því að hann lét
af starfi ef hann hcfur vcrið í þjónustu ríkisins skemur
en 15 ár, en í 12 mánuði eigi hann að baki lengri þjón-
ustualdur, enda hafi hann þá ekki hafnað sambærilegri
stöðu hjá hinu nýja safni, sbr. 1. málsgrein 14. greinar
laga nr. 38/1954. Rétt þykir að minna hér enn á það
sem tekið er fram í almennum athugasemdum hér á
undan að síður en svo eru horfur á að í hinu nýja safni
verði um að ræða fækkun starfa frá því sem er í söfn-
unum tveimur.
Þar sem innan tíðar mun þurfa að endurskoða lög
nr. 43/1977 um skylduskil til safna þykir að svo
stöddu hentugast að færa til bráðabirgða hlutverk
Landsbókasafns fslands og Háskólabókasafns sam-
kvæmt lögunum til hins nýja bókasafns með slíku al-
mennu ákvæði.
Þar sem mikið starf er óunnið við undirbúning að
rekstri hins nýja bókasafns er nauðsynlegt að stjórn
safnsins vcrði skipuð strax eftir að lög þessi hafa tekið
gildi. Þá skal staða landsbókavarðar auglýst laus til
umsóknar með fjögurra vikna fyrirvara sem allra fyrst
eftir gildistöku laganna.
124