Ritmennt - 01.01.1996, Page 129
RITMENNT 1 (1996) 125-138
Krístín Bragadóttir
Orðin og víðáttan
Landsbólcasafn íslands - Háskólabókasafn er ríkulega búið listaverkum. Þau gera
stofnunina aðlaðandi fyrir gesti og gangandi og hafa áreiðanlega göfgandi áhrif á þá
sem þar ganga um hús. Þegar komið er inn í safnið vekur geysistórt ofið teppi á
vinstri hönd strax athygli. Gestir hússins staldra jafnan við og eru sem fangnir af
teppinu.
Teppið, sem ber nafnið „Orðin og víðáttan", á sér langa sögu - allt aftur til árs-
ins 1971. Saga þess er í rauninni bæði pólitísk og listfræðileg. Höfundurinn, sem er
fræg veflistarkona, gaf mér góðfúslega leyfi til að heimsækja sig til að forvitnast um
hana og list hennar en umfram allt tcppið góða.
Það er haust. Við kyrrláta götu í vesturhluta Óslóar býr lista-
ltonan Synnove Anker Aurdal. Hverfið er rótgróið með
gömlum vel hirtum görðum. Greinar eplatrjánna svigna undan
ávöxtunum og í einstaka garði örlar á haustlitum sem seinna
eiga eftir að verða að mikilli litasinfóníu. Synnove kemur sjálf
til dyra, grannvaxin og fíngerð. Hún er létt í spori 87 ára gömul.1
Hún er dökkhærð, lagleg og sérstaklega ungleg kona. Hún á auð-
velt með að koma auga á það sem er spaugilegt og hlær oft. And-
rúmsloftið í kringum hana er mjög þægilegt. Synnove notar
sterk gleraugu og segir að það hái sér hvað hún sér orðið illa.
Hún leiðir mig fyrst inn í allstórt herbergi þar sem hún vinn-
ur við að teikna hugmyndir sínar áður en hún sest við vefstólinn
og mótar þær í vef. Alls konar teikningar, málaðar og útfærðar á
mismunandi vegu þelcja veggi, borð og gólf. Henni þykir gaman
að sýna verk sín og álcöf dregur hún fram hverja teikninguna á
fætur annarri. Hún bókstaflega geislar af áhuga.
- „Ég er full af hugmyndum sem ég vil að verði að veruleika,"
segir hún. „Ég er í eilífu lcappi við tímann enda bráðum níræð."
Ljósm. Sveinn Magnússon.
Synnove Anker Aurdal.
1 Viðtalið er tekið í september 1995.
125