Ritmennt - 01.01.1996, Page 131
RITMENNT
ORÐIN OG VÍÐÁTTAN
gleðinni að teppið, sem hún óf nokkrum árum áður heima í
Lillehammer, „Hclligtrekonger," var hengt upp í Stokkhólmi í
tilefni verðlaunaafhendingarinnar.
Nils Anker faðir Synnove, sem var verkfræðingur, var mikill
áhugamaður um sagnfræði og var gæddur góðri frásagnargáfu.
Auk þess las hann iðulega upphátt fyrir heimilisfólkið. Gudrun
móðir hennar var píanókennari og lærðu öll Ankersystkinin á pí-
anó hjá henni. Tónlist var alls ráðandi á heimilinu og mikið spil-
að og sungið. Auk þessa fékkst Gudrun mikið við útsaum og á-
saum eða applíkeringu. Afinn, Herman Anker, var hugsjóna-
maður og stofnaði fyrsta lýðháskólann í Noregi. Hann mætti
mikilli mótspyrnu í fyrstu en átti sína forsvarsmenn og nefnir
Synnove að skáldjöfurinn Rjornstjerne Bjornson hafi stutt hann
heilshugar og ort ljóð um Herman og baráttu hans.
Fyrstu áhrif veflistar
- Af hverju byrjaðir þú að vefal
- „Ég veit vel hvað hefur haft þýðingarmikil áhrif á mig í sam-
bandi við vefnað," scgir Synnove íbyggin og hún heldur áfram:
„Þegar ég var barn hékk ofið klæði fyrir ofan rúmið mitt sem ég
horfði á löngum stundum, það heillaði mig gjörsamlega og hafði
afgerandi áhrif á mig. Ég man svo vel að ég lá hugfangin í rúm-
inu og horfði á teppið og hugsaði svona vil ég búa til. Ég hafði þá
aldrei séð vefstól og hafði ekki hugmynd um hvernig svona teppi
var unnið." Hún dregur fram klæðið sem lítur í fljótu bragði út
eins og flatsaumur. Nokkuð eru litirnir farnir að dofna en áber-
andi litir eru rautt, dálítið gult og mosagrænt. „Þegar ég var 18
ára sá ég fyrst vefstól með uppsettan vef og fann strax að þetta
vildi ég gera. Ég varð fyrir uppljómun hugans." Hún heldur áköf
áfram: „Það var eins og að finna eitthvað innra með sér sem
maður veit að alltaf hefur verið þar en hefur aldrei fyrr komið
fram. Einmitt þarna braust það fram."
Það var á Maihaugen sem Synnove sá í fyrsta sinn ofin áklæði,
sessuver, rúmábreiður og stólsetur í sínu rétta umhverfi. Pabbi
hennar studdi hana af heilum hug og lét smíða handa henni
vefstól. Hann fékk lánað gamla, þekkta veggteppið „Hellig-
trelconger" og teiknaði það upp. Teppið var safngripur og eign
127