Ritmennt - 01.01.1996, Page 138
KRISTIN BRAGADOTTIR
RITMENNT
Ljósm. Einar Sigurðsson.
Við Scljalandsfoss í septem-
ber 1978. Frá vinstri: Harald
L. Tveteraas fyrrum ríkis-
bókavðrður Norömanna og
Berta kona hans; Synnove og
maður hennar Ludvig Eikaas
listmálari.
Vinnan hófst fyiir alvöru
- Þótti þér gaman að vefa handa íslendinguml
- „Það gladdi mig ósegjanlega að mér var falið að vinna þetta
verk," segir hún. „Arið 1977 var ég farin að sjá fyrir endann á
vefnaðinum. Afmælið var að vísu löngu liðið en byggingin sem
hýsa átti verkið var enn ekki risin, svo ég var róleg og gaf mér
góðan tíma til að ljúka listaverkinu." 3
En hvernig fékk hún hugmyndina?
„Ég vildi hafa íslensk og norsk áhrif til jafns. ísland og Noreg-
ur áttu að auka áhrif hvors annars og mynda jafnvægi eða heild.
Ég vildi að ísland og Noregur mættust. Sameiginlegar erfðir, saga
og bókmenntir yrðu að lcomast til skila. Þegar öllu er á botninn
hvolft er norsk og íslensk menning ofin saman mörgum þráðum,
sýnilegum og ósýnilegum." Og hún bætir við: „Ég var með
margar hugmyndir og ég hugsaði mér að ísland hlyti að vera líkt
vesturhluta Noregs en þar var ég oft. Hafið og rigningin hafa
löngum verið mér hugstæð. Og svo fannst mér andstæður Is-
lands, sem ég hafði heyrt svo mikið um, mjög spennandi. Hiti og
kuldi, ís og eldur. Ég sá fyrir mér gráa liti og eitthvað sem glóði.
Síðast en ekki síst hafði máttur orðsins mikil áhrif á sköpun
verksins. Ég fann strax að bókmenntirnar yrðu að fá sinn sess í
verkinu hvernig sem því yröi komið við."
Synnove hafði aldrei komið til íslands þegar hér var komið
sögu. Árið 1975 varð ferð þangað að veruleika. Hún lyftist við
tilhugsunina eina saman. Hún ferðaðist nokkuð og varð geysi-
hrifin af því sem fyrir augu bar. Hún sá meðal annars handritin
og fannst þau stórkostleg. Hún segir að tungumál hafi sterk áhrif
á sig. „Tungumálið er þjóðin" hafði norska skáldið Arnulf 0ver-
land einu sinni sagt og hún er honum hjartanlega sammála.
- Lestu ef til vill skáldskap til að fá innblástui?
- „í ljóðum er mikil list fólgin í að segja mikið með fáum orð-
um og það á vel við mig," segir hún. Hún talar um hve falleg
sænskan sé en Synnove dvaldist ung í Svíþjóð. Á borðinu liggja
3 11. september 1978 var Orðin og víðáttan afhent íslenska rikinu við hátíð-
lega athöfn sem fram fór í Þjóðminjasafni íslands. Teppinu var síðan fenginn
staður í hátíðasal Háskólans. Þar hékk það þar til það var hengt upp í Lands-
bókasafni íslands - Háskólabókasafni skömmu fyrir opnun safnsins 1. des-
ember 1994.
134