Ritmennt - 01.01.1996, Page 145
RITMENNT 1 (1996) 139-145
Einar Sigurðsson
Friðrilcsmót
Skákmót í tilefni af sextugsafmæli Friðriks Ólafssonar og sjötíu ára afmæli
Skáksambands Islands var haldið í Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni í
Þjóðarbókhlöðu 2.-16. september 1995. Skákmótið var sett að kvöldi föstu-
dagsins 1. september og þá var jafnframt opnuð sýning sem bólcasafnið gekkst
fyrir. Þar voru sýndir ýmsir gripir úr eigu Skáksambandsins, en verulegur hluti
sýningarinnar var helgaður skákferli Friðriks, auk þess sem dregin voru fram í
dagsljósið nokkur þcirra rita sem Willard Fiske gaf Landsbókasafni á sínum tíma
og minnst velgjörða hans við Grímseyinga. Þátttakendur í mótinu voru tólf
talsins, þar af fjórir erlendir, þrír þeirra gamlir keppinautar Friðriks og ein
skákkona af yngri kynslóðinni.
Þegar forráðamenn Skáksambands íslands lituðust um eftir
hentugu húsnæði fyrir væntanlegt Friðriksmót kom upp sú
hugmynd að e.t.v. væri Þjóðarbókhlaða rétti staðurinn. Við nán-
ari athugun sannfærðust menn um að svo væri. Þessi niðurstaða
var oltkur safnmönnum sérstakt fagnaðarefni. Skáklistin er sem
lcunnugt er eins konar þjóðaríþrótt hér á landi og það á því að
vera þjóðbókasafninu metnaðarmál að hlynna að henni með sín-
um hætti. Vistun skákmóts er skemmtileg viðbót við aðra við-
leitni safnsins í þágu skáklistarinnar sem snýst vitaskuld öðru
fremur um öflun og varðveislu skálcrita.
Slcákmótið var sett með samkomu í safninu að kvöldi föstu-
dagsins 1. september. I ávarpi sem Einar Sigurðsson landsbóka-
vörður flutti við það tækifæri sagði hann meðal annars:
„Skákmótið og annað sem því tilheyrir fer fram á því svæði í
bókasafninu sem ætlað er að hýsa margvíslega menningarvið-
burði. Á hönnunarstigi hússins var talað um að hér yrði fyrir-
lestrahald, sýningar, tónlistarflutningur og fleira, en ég minnist
þess ekki að nokkrum hafi dottið í hug að hér yrði haldið skálc-
mót. Ég vona að forráðamenn Slcáksambands Islands reynist
sannspáir um það að hér eigi eftir að fara vel um bæði keppend-
ur og áhorfendur.
Safnið fagnar því sérstaklega að geta jafnframt skákmótinu
dregið fram í dagsljósið sýnishorn af skákritaeign sinni, skák-
Eftir hinn frækilega sigur
Friðriks í Hastings um ára-
mótin 1955-56 bökuðu náms-
meyjar í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur eftirlíkingu af
skákborði með fullum
liðsafla honum til heiðurs.
139