Ritmennt - 01.01.1996, Side 149
RITMENNT
FRIÐRIKSMOT
annars etja kappi við Vasilij Smyslov frá Rússlandi, Bent Larsen
frá Danmörku og Svetozar Gligoric frá Júgóslavíu á alþjóðlegum
skákmótum en þeir voru jafnframt heiðursgestir Friðriksmóts-
ins. Meðal sýningargripa voru munir sem þessum fyrsta stór-
meistara íslendinga í skák liafa áskotnast, þar á meðal taflmenn
sem Fidel Castro færði Friðriki að gjöf á Ólympíumótinu í
Havana 1966. Einnig lágu frammi blaðaúrldippubækur sem báru
viðburöaríkum skákferli Friðriks vitni. Saga Skáltsambandsins
var rakin og gestum gefinn kostur á að skoða verðlauna- og far-
andbikara Skáltsambandsins frá 1939 þar sem íslendingar sigr-
uðu í B-riðli Ólympíumótsins, verðlaunagrip íslandsmótsins og
Kvennabikarinn." 4
Þátttakendur í mótinu voru tólf talsins, þeirra á meðal nær
allir íslensku stórmeistararnir, en aulc þess fjórir erlendir meist-
arar, þrír af eldri lcynslóðinni sem Friðrik háði svo marga hildi
við fyrr á árum, og ein ltona af yngri kynslóð skákmanna. Tefld-
ar voru ellefu umferðir og fara hér á eftir nöfn skákmannanna í
þeirri röð sem árangur segir til um (fjöldi vinninga í svigum): 1.
Hannes Hlífar Stefánsson (8), 2. Margeir Pétursson (7 1/2), 3.-4.
Helgi Ólafsson (6 1/2), Jóhann Hjartarson (6 1/2), 5. Zsofia Polg-
ar, Ungverjalandi (6), 6.-7. Vasilij Smyslov, Rússlandi (5 1/2), Jón
L. Árnason (5 1/2), 8.-10. Svetozar Gligoric, Júgóslavíu (4 1/2),
Friðrik Ólafsson (4 1/2), Bent Larsen, Danmörku (4 1/2), 11.-12.
Þröstur Þórhallsson (3 1/2), Helgi Áss Grétarsson (3 1/2).
Skákmótið var betur sótt en tíðlcast hefur um slílt mót hér
innan lands um langt slteið. Þátttaka Friðrilts Ólafssonar, hins
sextuga frumherja, átti áreiðanlega drýgstan þátt í því. Ýmsir
ltomu á staðinn í sterltri minningu liðinna daga, svo sem ráða
má af eftirfarandi orðum Margeirs Péturssonar í mótsblaðinu:
„Friðrilt gerði sltáklistina að almenningseign á íslandi með stór-
ltostlega sltemmtilegum skáltstíl. Hann lagði ávallt allt undir og
reyndi oft svo miltið til að finna allra besta leiltinn að hann lenti
iðulega í bullandi tímahralti. Þá var áliorfendum skemmt. Þegar
Friðrilt var með dró það að áhorfendur, því það var aldrei nein
lognmolla í skákum hans."5
4 Skák 45: 10 (1995), bls. 226.
5 Afmælismót Skáksambands Islands og Friðriks Ólafssonar, haldið 1 Þjóðar-
bókhlöðunni 2.-16. september 1995, bls. 29.
143